28.1.06
Frí Frí Frí
Við Óli erum svo mikið lúxus fólk að það nær útfyrir öll mörk. Í febrúar er Óli að fylgja mér til Hawaii þar sem ég mun heilla vísindaheiminn með líkaninu mínu og hugmyndum um heimsendi. Við verðum í Honolulu á Oahu, Waikiki strönd, sem er reyndar aðal honeymoon pleisið í usa. Síðan ætlum við að taka ferð á Konu-eyjuna og skoða kaffirækt þar og fá kannski að smakka líka.
Í mars er síðan skíðaferð til Utah með tengdó. Þar verðum við í Alta sem er elsta skíðasvæðið þar á slóðum og þótt víðar væri leitað. Mér heyrist að menn þar séu ívið íhaldssamir og trúa ekki á nýjustu tækni og vísindi, skíðalyftur og annað er því eins og það var fyrir 60 árum, óbreytt. Við erum svaka spennt að vita hvernig skíðasvæðin voru á fimmta áratugnum.
Síðan í apríl... nei djók. Kannski við reynum að læra eitthvað í kollinn á okkur í apríl. En núna erum við á leiðinni út í búð að kaupa næpur og kálhjörtu (vitum ekki hvað það er enn) því Angie og Justin eru að koma í mat og við ætlum að elda Ragout de legumes því Angie er grænmetisæta eingöngu og vill ekki kjöt. Alltaf sama vesenið í kringum þessar grænmetirsætur. Djók náttúrulega. Hérna í bandaríkjunum erum við að læra að láta fordóma ekki í ljós. Það gengur svona misjafnlega.
Í mars er síðan skíðaferð til Utah með tengdó. Þar verðum við í Alta sem er elsta skíðasvæðið þar á slóðum og þótt víðar væri leitað. Mér heyrist að menn þar séu ívið íhaldssamir og trúa ekki á nýjustu tækni og vísindi, skíðalyftur og annað er því eins og það var fyrir 60 árum, óbreytt. Við erum svaka spennt að vita hvernig skíðasvæðin voru á fimmta áratugnum.
Síðan í apríl... nei djók. Kannski við reynum að læra eitthvað í kollinn á okkur í apríl. En núna erum við á leiðinni út í búð að kaupa næpur og kálhjörtu (vitum ekki hvað það er enn) því Angie og Justin eru að koma í mat og við ætlum að elda Ragout de legumes því Angie er grænmetisæta eingöngu og vill ekki kjöt. Alltaf sama vesenið í kringum þessar grænmetirsætur. Djók náttúrulega. Hérna í bandaríkjunum erum við að læra að láta fordóma ekki í ljós. Það gengur svona misjafnlega.
Comments:
<< Home
Jidúddamía, ég sem stóð í þeirri trú að þið væruð fátækir námsmenn! Ég held ég prófi það einhverntíman, það verður mest luxurious tími lífs míns er ég viss um. Nautasteikur og utanlandsferðir sitt á hvað ;)
Ég væri sko alveg til í eins og eina Hawaii ferð ;) en alveg satt með námsmennina Silla mín, ég er á leið til Italíu í mars og svo þykist maður aldrei eiga peninga....já það er gott að vera námsmaður í dag ;)
knús frá Heiðu frænku.......
Skrifa ummæli
knús frá Heiðu frænku.......
<< Home