24.1.06
Óli 28 ára
En hvað tíminn flýgur áfram. Óli minn orðinn 28. Við héldum upp á þessi tímamót með pomp og prakt í gær. Byrjuðum á því að fara niður í bæ á súkkulatier og fá kakó. Ég er alltaf að fatta það betur og betur að mér finnst hugmyndin að fá kakó ágæt en síðan finnst mér kakó alveg vonlaust. Mér finnst það bara of svekkjandi að það skuli ekki vera kaffi. Allavegana, þetta var besta kakóið í bænum (Moonstruck) og ljómandi gott kaffi þar líka. Síðan fórum við í smá leiðangur um miðbæ Chicago, enduðum í Fox & Obels, mesta sælkera búðin í allri Chicago. Þar er ekki nóg með að maður fær að smakka osta, maður fær líka að smakka kökurnar og ávextina. Ég keypti kaffi frá Yemen, pínulitlar baunir, voða sætar, ekki enn búin að smakka. Óli keypti dry aged filet mignot. Búið að eldast í þar til gerðum skáp í 3 vikur. Við skelltum því á eldinn í örskamma stund og betri steik hef ég aldrei á ÆVINNI smakkað. Hún var geðveik. Í meðlæti vorum við með grillaðar hvítlaukskartöflur með parmasean og léttsteikt kál með smá lauk og steinselju. Rauðvín frá Santennay. Síðan voru tveir ostar, einn camenbert og einn rockford. Creme Bruille og epla tertu dæmi með Sautern í desert. Við fórum sem sagt út að borða heima hjá okkur. Þetta var huggulegasti veitingastaður sem ég hef nokkru sinni farið á, og maturinn ómótstæðilegur. Óli fékk líka fullt af pökkum. Eina bók og tvö spil. Keep Cool (Clima-spiel) og Game of Thrones (Storm of Ice and Fire - spil).
Comments:
<< Home
Sæl Tinna. Við amma sendum Óla okkar bestu afmæliskveðjur og þér náttúrlega hamingjuóskir með þennan myndarmann þinn. Kveðja
Afi KO
Skrifa ummæli
Afi KO
<< Home