26.1.06
Svo gaman að spila settlers
Elliot, Young Jin og Sara komu í heimsókn í gær og við spiluðum Settlers. Óli og YJ virtust ætla að slást yfir fyrsta sætinu en hvað ætli hafi gerst? Tinna kom inn svaka sterk, byggði stærsta herinn og einnig lengsta vegiinn og rústaði þessu spili. Það var mjög gaman og einnig er gaman að vera með vefsíðu þar sem maður getur montað sig í góðu tómi.
En í dag losnaði ég við gifsið. Það er ólýsanlega góð tilfinning. Búin að vera með það í sex vikur. Alltaf með plastpoka í sturtunni. Svolítið þreytandi til lengdar. Núna er ég bara stirrð og mjó. Uppað olnboga. Frekar vorkunnsamur handleggur.
Ég var líka með tilraunartíma og kennarinn kom að fylgjast með hversu vel ég gat útskýrt miðsóknarkraft. Ég var búin að undirbúa mig ágætlega svo ég held það hafi gengið vel. Kennarinn vildi samt bæta við smá tölu um að gormarnir væru sennilega ekki fullkomnir (eða eitthvað) og myndu ekki teygjast línulega með massa en ég held að það hafi bara ruglað þau í ríminu. Því síðan hegðuðu þeir sér mjög línulega svo ég skil nú ekki hvað maðurinn var að fara.
Tíminn gekk ljómandi vel en það var eitt furðulegt. Í lok tímanns var einn lítill gæji alveg miður sín og sagði allskonar sem ég ekki skildi í belg og biðu og ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Síðan róaðist hann og gat sagt að hann væri sorry yfir að hafa verið ókurteis og ákafur þegar hann var að spyrja mig að einhverju. Ég veit ekkert um hvað hann er að tala en hann var alveg miður sín. Aumingja litlu krakkarnir hérna, þau eru alveg keyrð út. Jæja, best að kíkja á þessar skýrslur.
En í dag losnaði ég við gifsið. Það er ólýsanlega góð tilfinning. Búin að vera með það í sex vikur. Alltaf með plastpoka í sturtunni. Svolítið þreytandi til lengdar. Núna er ég bara stirrð og mjó. Uppað olnboga. Frekar vorkunnsamur handleggur.
Ég var líka með tilraunartíma og kennarinn kom að fylgjast með hversu vel ég gat útskýrt miðsóknarkraft. Ég var búin að undirbúa mig ágætlega svo ég held það hafi gengið vel. Kennarinn vildi samt bæta við smá tölu um að gormarnir væru sennilega ekki fullkomnir (eða eitthvað) og myndu ekki teygjast línulega með massa en ég held að það hafi bara ruglað þau í ríminu. Því síðan hegðuðu þeir sér mjög línulega svo ég skil nú ekki hvað maðurinn var að fara.
Tíminn gekk ljómandi vel en það var eitt furðulegt. Í lok tímanns var einn lítill gæji alveg miður sín og sagði allskonar sem ég ekki skildi í belg og biðu og ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Síðan róaðist hann og gat sagt að hann væri sorry yfir að hafa verið ókurteis og ákafur þegar hann var að spyrja mig að einhverju. Ég veit ekkert um hvað hann er að tala en hann var alveg miður sín. Aumingja litlu krakkarnir hérna, þau eru alveg keyrð út. Jæja, best að kíkja á þessar skýrslur.