26.6.11

Sameinuð á ný

Ég er alveg ómöguleg þegar ég er Ólalaus en nú erum við bæði í New York og það er frábært. Engar kisur, engar samlokur á Z&H. Þó þær séu mjög góðar. Samlokurnar. Já já, kisurnar kannski líka en kisur fara bara í taugarnar á mér. Svo needy og hairy.

Hneiksli dagsins í dag er það að Bandaríkjaher/Bandaríkin eru búin að nota 20 milljarða dollara í loftkælingu fyrir hermenn í Írak. Síðan stríðið byrjaði fyrir 8 árum eða eitthvað. Þetta eru 3000 milljarðar krónur. Ég veit ekki einu sinni hvað það er mikill peningur en það er klikkað. Í loftkælingu. Málið er að þeir eru að kæla tjöld. Ekki mikil einangrun í þeim. Og þessi tjöld eru meira og minna lengst upp í sveit. Þarf kannski að keyra í tvær vikur með bensín á staðinn frá flugvelli. 1000 manns hafa látist nú þegar í eldsneytisfluttningum. Þetta er svo fáránlegt það er ekki hægt að hugsa um þetta. En það er auðvelt að hugsa hver ber ábyrgð á ruglinu. Bush. Asnahausinn Bush.

22.6.11

Grein eftir Al Gore í Rolling Stones

Aðeins gáfulegra viðfangsefni: skoða þessa grein.

Ég er ekkert smá hamingjusöm með Al Gore. Hann er hetjan mín.

pappír skæri steinn

Ég hefði ekki trúað því hvað það er gaman að spila þennan leik við tölvu! Hún er frekar góð. Ég var komin upp í 5:1 þegar hún fór að standa sig betur. Þegar við vorum í 7:6 fyrir mér með 10 jafntefli þá hætti ég því ég vil ekki að hún komist framyfir mig. Ætli það sé ekki frekar fyrirsjáanleg manneskjuleg hegðun.

21.6.11

Ég er að skrifa grein

Phú ha. Það er svo erfitt að skrifa grein það er alveg útí hött. Er samt með frábæra aðstöðu. Risastórt hús með þægilegum sófa. 7 blaðsíður í dag. Ekki svo slæmt. Ég er að reyna nýja aðferð. Nota outline mode í word. Það gengur bara ágætlega. Ég hef ekki viljað nota word í fjölda ár síðan það crashaði og ég týndi mörgum síðum einhverntíman. En nún er ég búin að stilla á autosave á 3 mín fresti og passa mig að vista oft oft. Sjáum hvernig þetta gengur.

Það var smá krísuástand hérna rétt áðan. Svaka heitt og fínt veður í Chicago í allan dag og kvöld. Ég búin að finna útúr því hvernig á að fá heitt vatn í þetta hús og fer í sturtu uppúr 8. Skiptir engum sköpum nema þegar ég er búin í sturtu þá er komin hellidemba úti. Snar brjálað með eldingum og þrumum og roki. Sem skellti aftur hurðinni útí garð og kisurnar lokuðust úti. Svo þegar ég kem úr sturtunni eru engar kisur og stríðsástand úti. Ég opna og reyni að hrópa útí óveðrið. Ekkert svar. Svo ég loka aftur. En mér stendur ekki á sama og eftir 3 mín stend ég aftur upp og reyni að kalla á þær. Jú, önnur svarar. Mjög ámátlegt mjálm. Mjáaaa. Kondu inn kisi. Kondu kondu kondu. Og hún skýst inn. Svaka gott að vera allavegana ekki búin að tapa báðum kisunum. Við sitjum bara hérna í stofunni, ég að vinna, kisi að spá í sínum málum. Af og til reyni ég að kalla á hinn kisann. Síðan fer Hyde að ókyrrast. Hvar er bróðir minn?? Hvernig gastu lokað okkur svona úti? Hann fer að klifra upp á mig og vinna í tölvunni minni. Strjúktu mér þá! Mjálm mjálm. Ég hef aldrei séð jafn skelkaðann kött. Síðan sá hann litla bjöllu og fór að kvelja hana. En þá var umþað bil stytt upp svo við förum aftur að dyrunum og köllum út. Kisi kisi. Mjá mjá. Og viti menn. Ámátlegt mjá heyrðist í fjarska og síðan skaust inn köttur. Og þvílíkir fagnaðarfundir. Hyde kyssti og kjammsaði bróður sinn (sem ég man ekki hvað heitir - einhverju nafni úr the 70´s show). Hann var ekki lítið feginn. Fegnari en ég hugsa ég og ég var frekar fegin að hafa ekki drepið kött. Fólki þykir svo vænt um kettina sína. Það er svaka stressandi að halda maður hafi drepið kött.

20.6.11

Maður í skotapilsi

Ég sit hérna í þessu stóra húsi að skrifa grein og það er maður í skotapilsi að dunda fyrir utan. Mér finnst að allir karlmenn ættu að ganga í skotapilsi. Eða bara pilsi.

Hátíðahöldunum lokið

Mömmurnar okkar, Þórður og Óli líka fóru öll til Íslands í gær eftir frábæra útskriftaferð til Chicago og New York. Við skemmtum okkur ljómandi vel öll saman. Óli fór til Íslands að sækja um nýtt visa. Öll visa-vandamálin virðast vera úr sögunni og við fáum að búa áfram í Ameríku. Ég gat ekki farið til Íslands því ég er að sækja um atvinnuleyfi. Í staðin ákvað ég að fara til Chicago og það er alveg yndislegt. Ég fæ að gista í svaka stóru húsi og þarf bara að strjúka kisunum og gefa þeim að borða svolítið.

13.6.11

Útskrifuð

úr skóla. Jei! Ég er ekkert smá hamingjusöm með það. Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og knúsin sem ég fékk frá ykkur. Það var svaka gaman að útskrifast. Ég var í fjólublárri hempu allan daginn með hatt og dúsk. Svaka múndering og það skipti engum sköpum, hvert sem ég fór sagði fólk til hamingju og skælbrosti til mín. Alveg stórkostlegt.

Það er yndislegt hjá okkur mömmunum, Þórði og Óla. Við skoðuðum heimili Frank Lloyd Wrights í gær í Oak Park og ýmis hús sem hann teiknaði og voru byggð þar. Á morgun er hugmyndin kannski að fara útúr bænum og síðan förum við til New York á miðvikudaginn. Gaman gaman hjá okkur.

Í dag eru Íslendingarnir að versla og við Óli að vinna. Hann niðrí bæ en ég á skrifstofunni. Ég er að skrifa grein með David. Þeas. hann er að skrifa grein og ég er eitthvað að skoppast í kringum hann. Við hittumst á fimmtudaginn og fórum yfir grindina. Hún var svona tvær blaðsíður. Í dag, 4 dögum síðar sendir hann mér 25 blaðsíðna grein. Ég þarf bara að fylla upp í nokkrar setningar. Ekki skrýtið að honum finnist ég vinna á rólegum hraða.

9.6.11

Chicago

Ég er í Chicago þessa vikuna og er það bara nokkuð gott. Búin að spjalla svolítið við David og hitta Söru og hennar kríli. Á morgun koma Gía, Þórður og mamma frá Íslandi og Óli frá New York. Það verða aldeilis fagnaðar fundir.

Í dag er kokteilboð í deildinni til að fagna okkur sem héldum þetta út. Ég er búin að fara í fjölda svona fagnaðarfundi og loksins er komið að mér. Vá hvað ég elska að útskrifast. Elska að útskrifast. Mæsa mágkona mín er líka að útskrifast á laugardaginn og ég hugsa að hún sé sammála mér.

Í gær var dagur hafsins. Flestar lífverur á jörðinni búa í sjónum. Það er merkilegt. Maður er svo mikill ofansjávarbúi, maður hugsar (jah, það á reyndar ekki við um mig) sjaldnast um hvað er að gerast ofaní sjónum.

4.6.11

Er birta fer og hlýna

og sólin sæta að skína
frændur hingað streyma
ferðatöskur geyma
lakkrís góðan og meira

chilla uppá þaki
Ragga og hennar maki
eða rölta meðfram götum
fín í nýjum fötum


Ég verð að reyna að æfa mig í þessu eitthvað. Alveg skammarlegt. Kann ekki lengur að ríma. Set þetta samt hérna sem hvatningu til að gera betur næst. Það er annars búið að vera alveg yndislegt hjá okkur undanfarna 10 daga með Andra og Ragnheiði. Þau voru yndislegir gestir, eins og allir gestirnir okkar reyndar, og gaman að chilla með þeim.

Á mánudaginn er ég að fara til Chicago. Lokaheimsókn. Er að fara að útskrifast. Jei. Kominn tími til. Ég er búin að panta kufl og hatt. Aðeins eins og að vera að fara að fermast. Þá er kannski enginn hattur reyndar. Mamma, Gía, Þórður og Óli auðvitað ætla að koma og taka þátt. Sjá mig taka í hendina á skólastjóranum. Gaman gaman.

1.6.11

94th and Columbus

Þar var ég. Í dag. Og það er aldrei að vita að þar eigi ég eftir að vera um ókomin ár. Að labba í whole foods. Í bleikum bol í allt of heitu veðri.

Haldiði að google maps bíllinn hafi ekki keyrt framhjá mér þar sem ég var að labba þarna! Með 17 myndavélar á þakinu sem beindu í allar áttir. Eins og er eru allir í vetrarfötum á 94th and Columbus en núna verð ég með puttann á refresh tilbúin að sjá mig á google.

Annars fengum við landvistaleyfi og erum hætt við að flytja til Evrópu. Uhu/jei. Erum frekar sátt við það þó það sé annað hvort alltof heitt eða alltof kalt í þessu landi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?