9.6.11

Chicago

Ég er í Chicago þessa vikuna og er það bara nokkuð gott. Búin að spjalla svolítið við David og hitta Söru og hennar kríli. Á morgun koma Gía, Þórður og mamma frá Íslandi og Óli frá New York. Það verða aldeilis fagnaðar fundir.

Í dag er kokteilboð í deildinni til að fagna okkur sem héldum þetta út. Ég er búin að fara í fjölda svona fagnaðarfundi og loksins er komið að mér. Vá hvað ég elska að útskrifast. Elska að útskrifast. Mæsa mágkona mín er líka að útskrifast á laugardaginn og ég hugsa að hún sé sammála mér.

Í gær var dagur hafsins. Flestar lífverur á jörðinni búa í sjónum. Það er merkilegt. Maður er svo mikill ofansjávarbúi, maður hugsar (jah, það á reyndar ekki við um mig) sjaldnast um hvað er að gerast ofaní sjónum.

Comments:
Til hamingju með þennan glæsilega áfanga Tinna! Njóttu dagsins með fjölskyldunni og slettu nú aðeins úr klaufunum - átt það alveg skilið. Hlakka svo til að sjá mynd af Dr. Tinnu á útskriftardeginum.

kv. Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?