13.6.11
Útskrifuð
úr skóla. Jei! Ég er ekkert smá hamingjusöm með það. Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og knúsin sem ég fékk frá ykkur. Það var svaka gaman að útskrifast. Ég var í fjólublárri hempu allan daginn með hatt og dúsk. Svaka múndering og það skipti engum sköpum, hvert sem ég fór sagði fólk til hamingju og skælbrosti til mín. Alveg stórkostlegt.
Það er yndislegt hjá okkur mömmunum, Þórði og Óla. Við skoðuðum heimili Frank Lloyd Wrights í gær í Oak Park og ýmis hús sem hann teiknaði og voru byggð þar. Á morgun er hugmyndin kannski að fara útúr bænum og síðan förum við til New York á miðvikudaginn. Gaman gaman hjá okkur.
Í dag eru Íslendingarnir að versla og við Óli að vinna. Hann niðrí bæ en ég á skrifstofunni. Ég er að skrifa grein með David. Þeas. hann er að skrifa grein og ég er eitthvað að skoppast í kringum hann. Við hittumst á fimmtudaginn og fórum yfir grindina. Hún var svona tvær blaðsíður. Í dag, 4 dögum síðar sendir hann mér 25 blaðsíðna grein. Ég þarf bara að fylla upp í nokkrar setningar. Ekki skrýtið að honum finnist ég vinna á rólegum hraða.
Það er yndislegt hjá okkur mömmunum, Þórði og Óla. Við skoðuðum heimili Frank Lloyd Wrights í gær í Oak Park og ýmis hús sem hann teiknaði og voru byggð þar. Á morgun er hugmyndin kannski að fara útúr bænum og síðan förum við til New York á miðvikudaginn. Gaman gaman hjá okkur.
Í dag eru Íslendingarnir að versla og við Óli að vinna. Hann niðrí bæ en ég á skrifstofunni. Ég er að skrifa grein með David. Þeas. hann er að skrifa grein og ég er eitthvað að skoppast í kringum hann. Við hittumst á fimmtudaginn og fórum yfir grindina. Hún var svona tvær blaðsíður. Í dag, 4 dögum síðar sendir hann mér 25 blaðsíðna grein. Ég þarf bara að fylla upp í nokkrar setningar. Ekki skrýtið að honum finnist ég vinna á rólegum hraða.
Comments:
<< Home
Til hamingju, Tinna.
Það var kjánalegt að missa af þér á AGU, hvernig gat það gerst?
Enn á Veddó, ekkert breytist, eða hvað?
Hafðu það gott, þar til ég sé þig næst, sem verður...??? Og gangi þér vel í greinarskrifunum. Ójá, þetta er erfitt! Og enn erfiðara að fá höfnun eftir mikla yfirlegu.
Skrifa ummæli
Það var kjánalegt að missa af þér á AGU, hvernig gat það gerst?
Enn á Veddó, ekkert breytist, eða hvað?
Hafðu það gott, þar til ég sé þig næst, sem verður...??? Og gangi þér vel í greinarskrifunum. Ójá, þetta er erfitt! Og enn erfiðara að fá höfnun eftir mikla yfirlegu.
<< Home