26.6.11

Sameinuð á ný

Ég er alveg ómöguleg þegar ég er Ólalaus en nú erum við bæði í New York og það er frábært. Engar kisur, engar samlokur á Z&H. Þó þær séu mjög góðar. Samlokurnar. Já já, kisurnar kannski líka en kisur fara bara í taugarnar á mér. Svo needy og hairy.

Hneiksli dagsins í dag er það að Bandaríkjaher/Bandaríkin eru búin að nota 20 milljarða dollara í loftkælingu fyrir hermenn í Írak. Síðan stríðið byrjaði fyrir 8 árum eða eitthvað. Þetta eru 3000 milljarðar krónur. Ég veit ekki einu sinni hvað það er mikill peningur en það er klikkað. Í loftkælingu. Málið er að þeir eru að kæla tjöld. Ekki mikil einangrun í þeim. Og þessi tjöld eru meira og minna lengst upp í sveit. Þarf kannski að keyra í tvær vikur með bensín á staðinn frá flugvelli. 1000 manns hafa látist nú þegar í eldsneytisfluttningum. Þetta er svo fáránlegt það er ekki hægt að hugsa um þetta. En það er auðvelt að hugsa hver ber ábyrgð á ruglinu. Bush. Asnahausinn Bush.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?