20.6.11
Hátíðahöldunum lokið
Mömmurnar okkar, Þórður og Óli líka fóru öll til Íslands í gær eftir frábæra útskriftaferð til Chicago og New York. Við skemmtum okkur ljómandi vel öll saman. Óli fór til Íslands að sækja um nýtt visa. Öll visa-vandamálin virðast vera úr sögunni og við fáum að búa áfram í Ameríku. Ég gat ekki farið til Íslands því ég er að sækja um atvinnuleyfi. Í staðin ákvað ég að fara til Chicago og það er alveg yndislegt. Ég fæ að gista í svaka stóru húsi og þarf bara að strjúka kisunum og gefa þeim að borða svolítið.