21.6.11

Ég er að skrifa grein

Phú ha. Það er svo erfitt að skrifa grein það er alveg útí hött. Er samt með frábæra aðstöðu. Risastórt hús með þægilegum sófa. 7 blaðsíður í dag. Ekki svo slæmt. Ég er að reyna nýja aðferð. Nota outline mode í word. Það gengur bara ágætlega. Ég hef ekki viljað nota word í fjölda ár síðan það crashaði og ég týndi mörgum síðum einhverntíman. En nún er ég búin að stilla á autosave á 3 mín fresti og passa mig að vista oft oft. Sjáum hvernig þetta gengur.

Það var smá krísuástand hérna rétt áðan. Svaka heitt og fínt veður í Chicago í allan dag og kvöld. Ég búin að finna útúr því hvernig á að fá heitt vatn í þetta hús og fer í sturtu uppúr 8. Skiptir engum sköpum nema þegar ég er búin í sturtu þá er komin hellidemba úti. Snar brjálað með eldingum og þrumum og roki. Sem skellti aftur hurðinni útí garð og kisurnar lokuðust úti. Svo þegar ég kem úr sturtunni eru engar kisur og stríðsástand úti. Ég opna og reyni að hrópa útí óveðrið. Ekkert svar. Svo ég loka aftur. En mér stendur ekki á sama og eftir 3 mín stend ég aftur upp og reyni að kalla á þær. Jú, önnur svarar. Mjög ámátlegt mjálm. Mjáaaa. Kondu inn kisi. Kondu kondu kondu. Og hún skýst inn. Svaka gott að vera allavegana ekki búin að tapa báðum kisunum. Við sitjum bara hérna í stofunni, ég að vinna, kisi að spá í sínum málum. Af og til reyni ég að kalla á hinn kisann. Síðan fer Hyde að ókyrrast. Hvar er bróðir minn?? Hvernig gastu lokað okkur svona úti? Hann fer að klifra upp á mig og vinna í tölvunni minni. Strjúktu mér þá! Mjálm mjálm. Ég hef aldrei séð jafn skelkaðann kött. Síðan sá hann litla bjöllu og fór að kvelja hana. En þá var umþað bil stytt upp svo við förum aftur að dyrunum og köllum út. Kisi kisi. Mjá mjá. Og viti menn. Ámátlegt mjá heyrðist í fjarska og síðan skaust inn köttur. Og þvílíkir fagnaðarfundir. Hyde kyssti og kjammsaði bróður sinn (sem ég man ekki hvað heitir - einhverju nafni úr the 70´s show). Hann var ekki lítið feginn. Fegnari en ég hugsa ég og ég var frekar fegin að hafa ekki drepið kött. Fólki þykir svo vænt um kettina sína. Það er svaka stressandi að halda maður hafi drepið kött.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?