30.11.10

Bara eitthvað

Það er svo yndislegt að vera farin að elda aftur. ´I kvöld eldaði ´eg gratin og er það eitt það besta sem við ´Oli faum. Með gullin-beðum, rofum og kartöflum. Og lauk. Og rauðkalssalat með. Rauðkal er nyja uppahalds grænmetið mitt. Þessa dagana er ´eg að bisa við að skrifa grein sem a að vera stutt, hnitmiðuð og brjalað spennandi. Annars vill þessi journal ekki birta hana. Fjorar myndir. Eg er aðeins i vandræðum með þetta og þvi ætla eg að skrifa hversu mörg orð ´eg er komin með. 1200 komin. Og næstum þvi þrjar myndir. Þarf bara aðeins að finpussa þær. Fjorða er ekki komin. Loka myndin. Su sem allir eiga að vilja copy-paste ´i fyrirlestra og vitna ´i ´i greinum.

26.11.10

Flyðra á Black Friday

Við Óli keyptum heila flyðru í búðinni og elduðum hana í heilu lagi. Fátt finnst okkur skemmtilegra en að elda heilan fisk. Færir okkur nær uppruna okkar. Flyðra er flatfiskur með bæði augum á sömu hlið. Það gerir hana svaka spaugilega í útliti. Ætli hún sé samt ekki bara sátt við það. Grásleppa og rauðmagi eru kven og karlkyn, í réttri röð, af hrognkelsi. Þetta finnst mér aðeins skrýtið því hrognkelsi hljómar ekki eins og fisktegund en er það samt. Anyways. Flyðran var brjálæðislega góð. Elduð undir brjálæðislega miklum hita með sinnepssósu. Maaaa.

Okkur tókst sæmilega til á Black Friday. Fyrir þá sem ekki eru innstilltir í Bandaríska menningu er það aðal verslunar dagurinn hérna. Jújú, það er fyrirbæri: aðal-verslunar-dagur. Ég fékk bol og Óli fékk buxur. Eftir 4 tíma shopping. Eða 2.. felt like 4.

Annað sem gerðist var að það varð rafmagnslaust. Kl. 12 á hádegi á þriðjudaginn. Við vorum bara að borða hádegismat. Óli var lasinn og því heima. Síðan á slaginu 12 slokknar á öllum ljósum og ísskápnum. Svolitlu seinna fer Óli að spá í þessu og þá kemur í ljós að við vorum ekki búin að biðja um rafmagn síðan við fluttum, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar póstleiðis um að það væri eitthvað sem sniðugt væri að gera. Nokkrum tímum seinna komu þeir og kveiktu á rafmagninu hjá okkur en á meðan er ekki hægt að vera í tölvunni, ekki hægt að spila plötu, ísinn bráðnar og það er basically allt í volli.

10.11.10

Life goes on

Af einhverri ástæðu er ég komin aftur til Chicago. Aftur á skrifstofuna. Ég er að skrifa tvær greinar. Önnur er tilbúin. Hin er aðeins til í höfðinu á mér en ég er þegar búin að vitna í hana í þeirri fyrrnefndu. Mottóið hjá leiðbeinandanum mínum er að vera alltaf með grein á öllum stöðum í vélinni. Eina í prentun. Aðra í rýnun og þriðju í skrifum. Á meðan ég var í doktorsnámi og skrifaði eina ritgerð skrifaði hann 5 bækur og sennilega 20 greinar. Það er fáránlegt hvað hann er afkastamikill.

Anyways. That´s all. Takk fyrir allar kveðjurnar. Mér þótti vænt um þær.

Já, og smá viðbót við seinustu færslu. Við Óli fengum staðfestingu á afstöðu stjarnanna þennan daginn þegar báðar vínflöskurnar sem Óli hafði keypt eftir vinnu og komið með heim rúlluðu af borðinu og splundruðust. Báðar. Vín útum allt gólf.

4.11.10

Ólukkustjarna

trónir yfir okkur Óla í dag.

Ég fór út í hellidemdu til að kaupa mér kaffi í morgun því svo óheppilega vildi til að ég gleymdi að kaupa kaffi í gær. Mér datt í hug að fara með þvottinn í leiðinni. Það er búið að týna öllum regnhlífum heimilisins. Þegar ég er komin í þvottahúsið fatta ég að ég er ekki með veskið í vasanum. Ég labba fram og til baka, upp og niður stigann, leita heima hjá mér. Labba aftur fram og til baka í þvottahúsið en ekkert veski. Tek fullt til. Ekkert veski.

Ekkert kaffi. Ég drakk það sem var eftir í könnunni af 2 daga gömlu kaffi. Síðan hellti ég uppá decaf sem Óli keypti fyrir slysni. Eftir þrjá tebolla og fullt af dökku súkkulaði er ég enn með höfuðverk.

Aumingja Óli skar sig í eyrað og þurfti að eyða klukkutíma plús allri starfsorkunni í að koma til botns í ágreining sem var að þjaka deildina hans. Mér finnst samt að týna veskinu og fá ekkert kaffi vera verra. Án peninga er maður algjörlega hjálparlaus. Mér datt í hug að fara bara samt á kaffihúsið og segja þeim farir mínar ekki sléttar, en ég meikaði ekki að koma eins og hundur af sundi að betla. Mamma mía.

2.11.10

Yay

Þetta er það sem prófessorar segja ef þeim líst vel á doktorsritgerðina manns. Það er ekkert smá erfitt að klára doktorsritgerð en þegar því er lokið þá finnst manni eins og það hafi ekki verið neitt svo mikið mál.

Mamma og Orri komu til að gera smá úttekt á þessari uppákomu og virtust nokkuð sátt. Ég hélt dúndur fyrirlestur og svaraði flestum spurningum úr salnum ljómandi vel. Síðan fóru allir nema nefndin og hún hélt áfram að spyrja mig aðeins þangað til þeir gáfust upp og sögðu "þetta er frábært. Til hamingju dr. Tinna. Það er einróma yay".

Fyrst var kampavín í deildinni, síðan á 96. hæð með útsýni yfir alla Chicago og stanslaust partí og fínheit síðan þá. Þetta var alveg súper. Bætti upp fyrir svefnleysi, stress og makaleysi undanfarin ár.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?