10.11.10

Life goes on

Af einhverri ástæðu er ég komin aftur til Chicago. Aftur á skrifstofuna. Ég er að skrifa tvær greinar. Önnur er tilbúin. Hin er aðeins til í höfðinu á mér en ég er þegar búin að vitna í hana í þeirri fyrrnefndu. Mottóið hjá leiðbeinandanum mínum er að vera alltaf með grein á öllum stöðum í vélinni. Eina í prentun. Aðra í rýnun og þriðju í skrifum. Á meðan ég var í doktorsnámi og skrifaði eina ritgerð skrifaði hann 5 bækur og sennilega 20 greinar. Það er fáránlegt hvað hann er afkastamikill.

Anyways. That´s all. Takk fyrir allar kveðjurnar. Mér þótti vænt um þær.

Já, og smá viðbót við seinustu færslu. Við Óli fengum staðfestingu á afstöðu stjarnanna þennan daginn þegar báðar vínflöskurnar sem Óli hafði keypt eftir vinnu og komið með heim rúlluðu af borðinu og splundruðust. Báðar. Vín útum allt gólf.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?