26.11.10

Flyðra á Black Friday

Við Óli keyptum heila flyðru í búðinni og elduðum hana í heilu lagi. Fátt finnst okkur skemmtilegra en að elda heilan fisk. Færir okkur nær uppruna okkar. Flyðra er flatfiskur með bæði augum á sömu hlið. Það gerir hana svaka spaugilega í útliti. Ætli hún sé samt ekki bara sátt við það. Grásleppa og rauðmagi eru kven og karlkyn, í réttri röð, af hrognkelsi. Þetta finnst mér aðeins skrýtið því hrognkelsi hljómar ekki eins og fisktegund en er það samt. Anyways. Flyðran var brjálæðislega góð. Elduð undir brjálæðislega miklum hita með sinnepssósu. Maaaa.

Okkur tókst sæmilega til á Black Friday. Fyrir þá sem ekki eru innstilltir í Bandaríska menningu er það aðal verslunar dagurinn hérna. Jújú, það er fyrirbæri: aðal-verslunar-dagur. Ég fékk bol og Óli fékk buxur. Eftir 4 tíma shopping. Eða 2.. felt like 4.

Annað sem gerðist var að það varð rafmagnslaust. Kl. 12 á hádegi á þriðjudaginn. Við vorum bara að borða hádegismat. Óli var lasinn og því heima. Síðan á slaginu 12 slokknar á öllum ljósum og ísskápnum. Svolitlu seinna fer Óli að spá í þessu og þá kemur í ljós að við vorum ekki búin að biðja um rafmagn síðan við fluttum, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar póstleiðis um að það væri eitthvað sem sniðugt væri að gera. Nokkrum tímum seinna komu þeir og kveiktu á rafmagninu hjá okkur en á meðan er ekki hægt að vera í tölvunni, ekki hægt að spila plötu, ísinn bráðnar og það er basically allt í volli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?