4.11.10

Ólukkustjarna

trónir yfir okkur Óla í dag.

Ég fór út í hellidemdu til að kaupa mér kaffi í morgun því svo óheppilega vildi til að ég gleymdi að kaupa kaffi í gær. Mér datt í hug að fara með þvottinn í leiðinni. Það er búið að týna öllum regnhlífum heimilisins. Þegar ég er komin í þvottahúsið fatta ég að ég er ekki með veskið í vasanum. Ég labba fram og til baka, upp og niður stigann, leita heima hjá mér. Labba aftur fram og til baka í þvottahúsið en ekkert veski. Tek fullt til. Ekkert veski.

Ekkert kaffi. Ég drakk það sem var eftir í könnunni af 2 daga gömlu kaffi. Síðan hellti ég uppá decaf sem Óli keypti fyrir slysni. Eftir þrjá tebolla og fullt af dökku súkkulaði er ég enn með höfuðverk.

Aumingja Óli skar sig í eyrað og þurfti að eyða klukkutíma plús allri starfsorkunni í að koma til botns í ágreining sem var að þjaka deildina hans. Mér finnst samt að týna veskinu og fá ekkert kaffi vera verra. Án peninga er maður algjörlega hjálparlaus. Mér datt í hug að fara bara samt á kaffihúsið og segja þeim farir mínar ekki sléttar, en ég meikaði ekki að koma eins og hundur af sundi að betla. Mamma mía.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?