29.4.08

Ósátt við Egil

Ég er búin að vera alveg hoppandi yfir Silfri Egils í síðustu viku (fyrir um 10 dögum) og ætlaði að skrifa manninum bréf en það gerðist ekki. Því ausi ég úr skálum reiði minnar hér á þessum miðli. Þátturinn fjallaði um bankavandræðin og var Egill með margt frótt fólk sem ræddi gjaldeyrisforðann eða vöntun hans og fleira í þeim dúr. Þetta var fyrsti þriðjungur þáttarins. Í síðasta þriðjungnum var rætt við hagfræði prófessor. Hann hafði ýmislegt um stöðu bankanna að segja og hagkerfi Íslands, hvað er í vændum og hvað beri að varast.

Í miðju þáttarins, úr öllu samhengi, var sýnt viðtal við fyrrverandi fjármálaráðgjafa frú Thatchett (Financial Secretary to the Treasury). Þessi maður er "global warming sceptic", þ.e.a.s. hann trúir ekki að mennirnir séu ábyrgir fyrir hlýnun jarðar með brennslu jarðefnaeldsneytis. Í maí kemur út bók eftir hann, "An appeal to reason: A Cool Look at Global Warming". Þessi maður er ekki vísindamaður, né virðist hann hafa kynnt sér stöðuna af heilindum. Hann vill að alþjóðlega vísindaráðið um loftslagsbreytingar (IPCC) verði ekki lengur til og er alfarið á móti Kyoto bókuninni. Þessar skoðanir eru eins öfgafullar og hugsast getur. Næstum því enginn er sammála honum.

Því þykir mér það einstaklega einkennilegt af Agli að sýna viðtal við þennan mann, algjörlega án nokkurar umræðu eftir á svo fólk standi ekki upp frá þættinum með ranghugmyndir um að það sé eitthvað við í þessum manni. Ég er svo gáttuð á þessu framfari þar sem þátturinn hans Egils er yfirleitt svo ágætur.

26.4.08

Ahhh helgi

Já, yndislegt að það sé komin helgi. Þessi vika var frekar vonlaus fyrir mig. Ég var í tilfinningalegu uppnámi og gat varla gert neitt að viti í skólanum. Síðan vill leiðbeinandinn að ég geri eitt sem ég held að sé ekki rétt en hann heldur að sé rétt og það er óþægilegt.

Í gær var hinn árlegi sameiginlegi kvöldverður deildanna tveggja í Chicago, okkar og þeirra í Northwestern. Fyrirlesturinn undan matnum hélt maður frá Kanada. Hann var mjög skemmtilegur og áhugaverður, útskýrði hversvegna sjávarmál er að falla um hverfis Ísland meðan Grænlandsjökull er að bráðna. Ég hjólaði á staðinn, 15 kílómetra, það var svaka hressandi.

Núna er ég að reyna að draga Óla í klifur. Hann vill hinsvegar bara spila á píanó. Á fimmtudaginn fórum við að sjá upptöku á útvarpsþættinum Wait wait.. don´t tell me. Það var útí hött skemmtilegt. Og við sáum líka frægan mann. Eða reyndar fræga menn. MOBY. Og Drew Carry. Drew var mjög fyndinn enda sá hann um stórskemmtilegan skemmtiþátt hér í den, Who´s line is it anyway? Moby var feiminn og taugaveiklaður. Góður á því samt. Þetta var mjög gaman.

18.4.08

Brjálæðislega spennandi

Það er svo margt að gerast akkúrat núna, ég er alveg að springa.
-Ný hugmynd um forrit varð til í morgun.
-Ég var að tala við mann í sambandi við að leigja kaupa tæki sem er akkúrat tækið sem við þurfum til að gera mælingarnar á skipinu.
-Er að komast í samband við aðalvísindamanninn á skipinu til að ræða málin með þetta tæki.
-Síðasti landkönnuðurinn minn er að útskrifast úr þjálfun. Ég er búin að finna svaka góðan landskika fyrir landkönnuðina mína til að reisa nýtt þorp. Það hefur stóra frjósama akra og er bara steinsnar frá Tinnuborg. Spennan hlýst af því að menn eru almennt að stækka við sig þessa dagana og það gæti einhver verið búinn að taka plássið mitt. Eeek.

9.4.08

Betri heimur

Ég hugsa að heimurinn væri betri ef Bítlar gengu enn á jörðinni, sem ein heild spilandi og syngjandi eins og þeim einum er lagið. Þá væri léttari á manni brúnin því ekki nóg með að maður gæti hlustað á þeirra vökkru tóna heldur gæti maður hlakkað til nýrra. Það er algjört grundvallaratriði fyrir velferð manna og dýra að þeir hlakki til. Ef mann hlakkar ekki til neins þá verður maður óþreyjufullur og súr. Og það boðar ekki gott, súrt og óþreyjufullt lið.

Núna hlakka ég til dæmis til að fara í siglingu. Það er gott. Ég er búin að finna tæki sem ég ætla að leigja og fara með um borð og mæla fjölda og stærð agna i sjónum. Hver veit nema ég geti fengið alvöru gögn. Jei. Undanfarin 8 ár eða svo hef ég hlakkað til nýrrar Harry Potter bókar. Og í framtíðinni get ég hlakkað til þess að fara til New York að heimsækja Óla minn. Jei, eða þannig. Reyndar hlakka ég alltaf til að fara að klifra. Mmmmm. Hér er mynd af mér í Hidden Peak sem er neðanjarðar klifurhellir sem við förum í af og til.8.4.08

pólitíkusar

Vá hvað ég er óánægð með samfylkinguna. Hún er ekki að standa sig nógu vel. Fagra Ísland eru bara orðin tóm, það er alveg ljóst. Ég var að horfa á þau Katrínu í VG og Doðra, sem ku hafa skrifað umhverfis-stefnuskrá Samfylkingarinnar. Mér leist nú ekki á hann, ha? og hún Ingibjörg kom ekki vel útúr þessu heldur, þó hún hafi ekki verið á staðnum. Ekkert hlé verður tekið á virkjunum eða álversframkvæmdum og menn hika ekki við að taka einkaþotur meðan forsetinn tekur Flugleiðir allar sínar ferðir. Allavegana sumar. Ekki til fyrirmyndar.

Það sem var til fyrirmyndar var portúgalskt matarboð sem ég hélt á sunnudaginn. Eldaði caldo verde og bauð upp á kynstrin öll af portúgölskum vínum. Bakaði risa brauðhleif með nýju-gömlu vélinni, Emilia kom með flan, Sara með tapenad, sem er reyndar spánskt, en alveg súper fyrir því. Það var líka grænmeti í aðalrétt. Sellerírótarsoðsteik. Ég útskýrði fyrir gestunum að það væri af umhverfisástæðum. Þau voru mjög sátt. Sellerírót er enn í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég velti fyrir mér hversu erfitt er að rækta hana heima á Íslandi. Ætti ekki að vera erfiðara en að rækta rófu.

5.4.08

Fullorðinslegt snarl

Möndlur, þurrkaðar aprikósur og blóðappelsína. Og te. Darjeeling. Svolítið áhugaverð breyting sem við hjónin erum að ganga í gegnum. Breytumst úr því að vera ungir fullorðingar í bara fullorðin. Brauð með nutella umbreytist í ofannefnt.

En það er náttúrulega dagamunur á manni. Í gærkvöldi fórum við í klifurhúsið og klifruðum í takt við þungarokk. Síðan fengum við okkur ís í kvöldmat og magðalenur. Ekki mjög fullorðinslegt.

Ég innheimti afmælisgjöfina mína í vikunni sem var kitchenaid hrærivél. Notuð. Alveg eins og ömmurnar mínar eiga. Þá gat ég loksins bakað magðalenur sem mig var búið að langa til að gera. Í kvöld og á morgun er ráðgert að baka brauð. Með hnoð-spaðanum. Svaka spennó. Vona að 300 vött séu nóg. Menn telja að 450 sé málið en ég nenni ekki að eiga eitthvað sem heitir "industrial".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?