9.4.08

Betri heimur

Ég hugsa að heimurinn væri betri ef Bítlar gengu enn á jörðinni, sem ein heild spilandi og syngjandi eins og þeim einum er lagið. Þá væri léttari á manni brúnin því ekki nóg með að maður gæti hlustað á þeirra vökkru tóna heldur gæti maður hlakkað til nýrra. Það er algjört grundvallaratriði fyrir velferð manna og dýra að þeir hlakki til. Ef mann hlakkar ekki til neins þá verður maður óþreyjufullur og súr. Og það boðar ekki gott, súrt og óþreyjufullt lið.

Núna hlakka ég til dæmis til að fara í siglingu. Það er gott. Ég er búin að finna tæki sem ég ætla að leigja og fara með um borð og mæla fjölda og stærð agna i sjónum. Hver veit nema ég geti fengið alvöru gögn. Jei. Undanfarin 8 ár eða svo hef ég hlakkað til nýrrar Harry Potter bókar. Og í framtíðinni get ég hlakkað til þess að fara til New York að heimsækja Óla minn. Jei, eða þannig. Reyndar hlakka ég alltaf til að fara að klifra. Mmmmm. Hér er mynd af mér í Hidden Peak sem er neðanjarðar klifurhellir sem við förum í af og til.



Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Mikið ertu sæt Tinnsi minn!

Okkur mæðgum er mikið hugsað til þín þar sem við spáserum um og njótum lífsins í landi há-menningar ( og fleiri hluta sem byrja á há-.. ;)

Bestu kveðjur (og knús og bises) til ykkar hjónakorna!

Múmsla og Sunnsubeibi :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?