26.4.08
Ahhh helgi
Já, yndislegt að það sé komin helgi. Þessi vika var frekar vonlaus fyrir mig. Ég var í tilfinningalegu uppnámi og gat varla gert neitt að viti í skólanum. Síðan vill leiðbeinandinn að ég geri eitt sem ég held að sé ekki rétt en hann heldur að sé rétt og það er óþægilegt.
Í gær var hinn árlegi sameiginlegi kvöldverður deildanna tveggja í Chicago, okkar og þeirra í Northwestern. Fyrirlesturinn undan matnum hélt maður frá Kanada. Hann var mjög skemmtilegur og áhugaverður, útskýrði hversvegna sjávarmál er að falla um hverfis Ísland meðan Grænlandsjökull er að bráðna. Ég hjólaði á staðinn, 15 kílómetra, það var svaka hressandi.
Núna er ég að reyna að draga Óla í klifur. Hann vill hinsvegar bara spila á píanó. Á fimmtudaginn fórum við að sjá upptöku á útvarpsþættinum Wait wait.. don´t tell me. Það var útí hött skemmtilegt. Og við sáum líka frægan mann. Eða reyndar fræga menn. MOBY. Og Drew Carry. Drew var mjög fyndinn enda sá hann um stórskemmtilegan skemmtiþátt hér í den, Who´s line is it anyway? Moby var feiminn og taugaveiklaður. Góður á því samt. Þetta var mjög gaman.
Í gær var hinn árlegi sameiginlegi kvöldverður deildanna tveggja í Chicago, okkar og þeirra í Northwestern. Fyrirlesturinn undan matnum hélt maður frá Kanada. Hann var mjög skemmtilegur og áhugaverður, útskýrði hversvegna sjávarmál er að falla um hverfis Ísland meðan Grænlandsjökull er að bráðna. Ég hjólaði á staðinn, 15 kílómetra, það var svaka hressandi.
Núna er ég að reyna að draga Óla í klifur. Hann vill hinsvegar bara spila á píanó. Á fimmtudaginn fórum við að sjá upptöku á útvarpsþættinum Wait wait.. don´t tell me. Það var útí hött skemmtilegt. Og við sáum líka frægan mann. Eða reyndar fræga menn. MOBY. Og Drew Carry. Drew var mjög fyndinn enda sá hann um stórskemmtilegan skemmtiþátt hér í den, Who´s line is it anyway? Moby var feiminn og taugaveiklaður. Góður á því samt. Þetta var mjög gaman.