5.4.08

Fullorðinslegt snarl

Möndlur, þurrkaðar aprikósur og blóðappelsína. Og te. Darjeeling. Svolítið áhugaverð breyting sem við hjónin erum að ganga í gegnum. Breytumst úr því að vera ungir fullorðingar í bara fullorðin. Brauð með nutella umbreytist í ofannefnt.

En það er náttúrulega dagamunur á manni. Í gærkvöldi fórum við í klifurhúsið og klifruðum í takt við þungarokk. Síðan fengum við okkur ís í kvöldmat og magðalenur. Ekki mjög fullorðinslegt.

Ég innheimti afmælisgjöfina mína í vikunni sem var kitchenaid hrærivél. Notuð. Alveg eins og ömmurnar mínar eiga. Þá gat ég loksins bakað magðalenur sem mig var búið að langa til að gera. Í kvöld og á morgun er ráðgert að baka brauð. Með hnoð-spaðanum. Svaka spennó. Vona að 300 vött séu nóg. Menn telja að 450 sé málið en ég nenni ekki að eiga eitthvað sem heitir "industrial".

Comments:
Mér finnst þurrkaðar apríkósur ekkert sérstaklega fullorðinslegt snarl :) Góðar kveðjur, Ásta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?