8.4.08

pólitíkusar

Vá hvað ég er óánægð með samfylkinguna. Hún er ekki að standa sig nógu vel. Fagra Ísland eru bara orðin tóm, það er alveg ljóst. Ég var að horfa á þau Katrínu í VG og Doðra, sem ku hafa skrifað umhverfis-stefnuskrá Samfylkingarinnar. Mér leist nú ekki á hann, ha? og hún Ingibjörg kom ekki vel útúr þessu heldur, þó hún hafi ekki verið á staðnum. Ekkert hlé verður tekið á virkjunum eða álversframkvæmdum og menn hika ekki við að taka einkaþotur meðan forsetinn tekur Flugleiðir allar sínar ferðir. Allavegana sumar. Ekki til fyrirmyndar.

Það sem var til fyrirmyndar var portúgalskt matarboð sem ég hélt á sunnudaginn. Eldaði caldo verde og bauð upp á kynstrin öll af portúgölskum vínum. Bakaði risa brauðhleif með nýju-gömlu vélinni, Emilia kom með flan, Sara með tapenad, sem er reyndar spánskt, en alveg súper fyrir því. Það var líka grænmeti í aðalrétt. Sellerírótarsoðsteik. Ég útskýrði fyrir gestunum að það væri af umhverfisástæðum. Þau voru mjög sátt. Sellerírót er enn í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég velti fyrir mér hversu erfitt er að rækta hana heima á Íslandi. Ætti ekki að vera erfiðara en að rækta rófu.

Comments:
Hei hó Sjíkagó!

Alveg rétt, Samfylkingin er búin að selja sálu sína fyrir sæti í ríkisstjórninni. Hundómögulegt enda ekki alvöru stjórnmálaflokkur að mínu mati.

EN það er svolítið mikið að segja að 'menn hika ekki við að taka einkaþotur á meðan forsetinn tekur Flugleiði alla sínar ferðir.' Hann hefur nú verið ansi iðinn við að fljúga með einkaflugvélum síðastliðin ár á meðan Ingibjörg fór EINU SINNI í einkaþotu. Munurinn er bara sá að hann fer í boði annarra. Og þegar litið er á tíma og kostnað þá er oft mikill sparnaður í því að taka einkaþotu. Loftslagið er auðvitað önnur saga - ég veit það alveg.

Fór að sjá vin þinn Al Gore í gærmorgun - flýgur hann ekki um á einkaþotum? Flottur ræðumaður með góðan húmor. Finnst þó ansi sorglegt hans vegna að hann t.d. neiti að hitta fjölmiðlamenn sem gagnrýna hann. Hann ætti einmitt að vilja taka svoleiðis slagi af og til!

Later...
Vala
 
Ég veit reyndar ekki mikið um ferðamáta stjórnmálamanna og forsetans nema það að hér vita menn það um forseta Íslands að hann er sérstaklega alþýðulegur og ferðast með Flugleiðum, spjallar við ferðalanga og býður þeim í mat (kom fyrir félaga prófessors í deildinni minni), en það gæti náttúrulega verið einsdæmi.

Með Al Gore þá skil ég hann vel að nenna ekki að hitta gagnrýna fjölmiðlamenn. Fólk í þessum "global-warming geira" er búið að átta sig á því að það hefur ekki mikið upp á sig að taka þátt í rökræðum við GW-skeptíka. Það áorkast ekkert við það að rökræða við þannig fólk því það er oft með ósönn rök og það sem almenningur fær á tilfinninguna er að vísindamenn eru óvissir í sinni sök sem þeir eru ekki. Þeir höfðu bara ekki látið sér detta í hug þetta nýja bull og stama því kannski þegar þeir reyna að útskýra að það sé ekki rétt. Al Gore er ekki vísindamaður, en hann skilur það sem hann predikar mjög vel og það er frekar basic. Það sem hann gerir vel er að ná til fólks og útskýra grundvallaratriðin, það er það sem hann vill gera. Hann vill ekki taka þátt í þessu rugl-rökræðum.
 
Like yo' style Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?