26.6.12

Svo stolt

ég get ekki einbeitt mér.  Dóttir mín sefur en síðan heyrði ég að hún var að byrja að rumska.  Og smám saman byrjar hún meira að rumska þangað til ég hugsa að ætli ég fari ekki upp að sinna henni eitthvað.  Nema hvað.  Þá er hún hálf sofandi að sjúga þumalputtann sinn.  Hún sofnar dýpra og hendin rennur niður, rumskar og stingur þumlinum upp í sig.  Sofnar og missir hann og þetta gerist svona 10 sinnum meðan ég er að horfa á.  En síðan sofnaði hún nógu djúpt til að spá ekki meira í þumlinum sínum.  5 mánaða gömul.  Ég trúi þessu ekki.  Litla barnið mitt bara að fullorðnast.  Kannski ekki alveg.  Þroskast.  Alveg einstaklega yndislegt.

En litla músin er komin með vegabréf.  Hún fékk það í morgun og er eins og síafbrotasmábarn á myndinni. Ekkert smá spreng hlægilegt.  Vonandi verður henni hleypt inn í landið.

19.6.12

Litla polarn o pyret barnið

Er svo spennt fyrir að koma til Íslands að hún er nú þegar búin að snúa sér á íslenskan tíma. Sofnaði klukkan 4 eftir hádegi svo ég bíð ekki svo spennt að vita hvenær hún vaknar.



17.6.12

þjóðhátíðar kökur

María hringdi í mig og bauð okkur í fagnað í central í tilefni 17. júní.  Pikknikk og allir koma með eitthvað.  Við vorum ekkert mikið með það á hreinu hvað við ætluðum að koma með en síðan ákvað ég að baka smákökur í morgun.

Ég byrja að baka.  Þeyta saman smjör og sykri.  Nokkrum eggjum.  Engin egg til.  Ég rölti til Kóreubúans að kaupa egg, rúsínur og mjólk.  Þeyti eggin við sykurinn og smjörið.  Einn bolli af hveiti fer næst í.  Ekkert hveiti til.  Aftur til Kóreubúans.  Set hveitið í.  2 bollar af haframjöli.  Aðeins einn til. Þá nennti ég ekki aftur út á horn og setti bara morgunkorn og bygg-klíð í staðin.  Loks eru kökurnar til og við förum í pikknikk.

Síðan er ég svona aðeins feimin og meika það ekki alveg að bjóða fullt af fólki sem ég þekki ekki heimabökuðu smákökurnar mínar.  Þegar næstum allir eru farnir segir Óli að við séum reyndar með heimabakaðar smákökur og hvort megi ekki bjóða fólki.  Jú takk.  Það má það.  Nokkrir fá sér smáköku.  Þar sem menn eru að bíta í smákökurnar segi ég:

Þetta eru svona fullorðins smákökur.

Gúlp.  Ha, nei, nei, ekki þannig.  Bara minni sykur og meiri trefjar.  Þetta var svolítið svona you-had-to-be-there fyndið.  Síðan vorum við Óli með humarhala í matinn því í dag er auk þess að vera 17. júní feðradagurinn.  Svaka gaman að vera foreldri.  Þá bætast við fleiri hátíðisdagar.  Fengum líka Willamette vín sem var algjört konfekt.  David Hill.  Nammi namm.

14.6.12

Sund

Við Edda fórum í sund í fyrsta skipti í gær.  Það var bilað gaman.  Edda skvetti vatni útum allt og meðal annars framan í sig sem hún var mjög hissa á.  Skemmtilegast fannst henni að hoppa uppúr vatninu.

Edda var að upplifa 19-vikna stökkið.  Núna skilur hún heiminn enn betur en áður.  Þegar hún missir dót aftur fyrir haus þá veit hún a það er enn til og reigir sig aftur á bak til að finna það.  Áður var hún búin að steingleima að hlutir voru til ef hún missti sjónar á þeim - þó svo hún héldi á dótinu í hendinni.  Hún getur líka hreyft sig á parketinu og snúið sér á magann.  Síðan segir hún "bababa" en ekki bara "aaaaaa".  Það er ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með manneskjunni fá fleiri og fleiri heilabylgjur.

Ég er að lesa bók sem heitir Wonder Weeks og fer í gegnum fyrstu átta þroskastökkin.  Þau gerast á fyrsta árinu en seinasta þroskastökkið á sér stað þegar fólk er komið yfir tvítugt.  Í því kemst maður yfir því að vera hörundsár og halda að hvernig annað fólk hegðar sér hafi eitthvað með mann sjálfan að gera.  Ekkert smá merkilegt og áhugaverðar pælingar.

8.6.12

Central

Það er svo gott veður í dag að við Edda fórum út í Central Park að chilla. Það var mjög ljúft. Edda fékk að sprikla í grasinu og var svaka spennt fyrir öllu fólkinu.

Ég er að fara að sjá ballet í kvöld. Svo spennandi. Vonandi verður notalegt hjá Óla og Eddu.







3.6.12

Frí

Silla og Ásgeir voru hérna í ljómandi góðri heimsókn. Við vorum mest í róleguheitunum að elda og borða, pikknikk í garðinum og kíktum líka í brugghús. Nú eru þau farin og við Óli og Edda erum komin upp í sveit.

Við erum hérna í sumarhúsi við Lake Seneca í upstate New York. Það er yndislegt þó svo veðrið sé svolítið íslenskt: skýjað, gola og svalt.

Þetta er fyrsta fríið hennar Eddu og við héldum að við gætum bara leigt fyrir hana smábarmabílstól með bílaleigubílnum en þá áttu þeir bara barnabílstól sem var of stór fyrir hana. Fríið byrjaði því á ferð í mallið að kaupa bílstól sem passar. Hann passar en Eddu finnst ekkert mjög gaman að sitja í honum. Henni finnst það ömurlegt. Síðan grætur hún hástöfum, horfir á mig og segir sérðu ekki að ég er að gráta, það þýðir að mér líði illa og afhverju tekurðu mig ekki upp? Og þá segi ég meistari Jakob, meistari Jakob, sefur þú, sefur þú?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?