26.6.12
Svo stolt
ég get ekki einbeitt mér. Dóttir mín sefur en síðan heyrði ég að hún var að byrja að rumska. Og smám saman byrjar hún meira að rumska þangað til ég hugsa að ætli ég fari ekki upp að sinna henni eitthvað. Nema hvað. Þá er hún hálf sofandi að sjúga þumalputtann sinn. Hún sofnar dýpra og hendin rennur niður, rumskar og stingur þumlinum upp í sig. Sofnar og missir hann og þetta gerist svona 10 sinnum meðan ég er að horfa á. En síðan sofnaði hún nógu djúpt til að spá ekki meira í þumlinum sínum. 5 mánaða gömul. Ég trúi þessu ekki. Litla barnið mitt bara að fullorðnast. Kannski ekki alveg. Þroskast. Alveg einstaklega yndislegt.
En litla músin er komin með vegabréf. Hún fékk það í morgun og er eins og síafbrotasmábarn á myndinni. Ekkert smá spreng hlægilegt. Vonandi verður henni hleypt inn í landið.
En litla músin er komin með vegabréf. Hún fékk það í morgun og er eins og síafbrotasmábarn á myndinni. Ekkert smá spreng hlægilegt. Vonandi verður henni hleypt inn í landið.