14.6.12

Sund

Við Edda fórum í sund í fyrsta skipti í gær.  Það var bilað gaman.  Edda skvetti vatni útum allt og meðal annars framan í sig sem hún var mjög hissa á.  Skemmtilegast fannst henni að hoppa uppúr vatninu.

Edda var að upplifa 19-vikna stökkið.  Núna skilur hún heiminn enn betur en áður.  Þegar hún missir dót aftur fyrir haus þá veit hún a það er enn til og reigir sig aftur á bak til að finna það.  Áður var hún búin að steingleima að hlutir voru til ef hún missti sjónar á þeim - þó svo hún héldi á dótinu í hendinni.  Hún getur líka hreyft sig á parketinu og snúið sér á magann.  Síðan segir hún "bababa" en ekki bara "aaaaaa".  Það er ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með manneskjunni fá fleiri og fleiri heilabylgjur.

Ég er að lesa bók sem heitir Wonder Weeks og fer í gegnum fyrstu átta þroskastökkin.  Þau gerast á fyrsta árinu en seinasta þroskastökkið á sér stað þegar fólk er komið yfir tvítugt.  Í því kemst maður yfir því að vera hörundsár og halda að hvernig annað fólk hegðar sér hafi eitthvað með mann sjálfan að gera.  Ekkert smá merkilegt og áhugaverðar pælingar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?