3.6.12
Frí
Silla og Ásgeir voru hérna í ljómandi góðri heimsókn. Við vorum mest í róleguheitunum að elda og borða, pikknikk í garðinum og kíktum líka í brugghús. Nú eru þau farin og við Óli og Edda erum komin upp í sveit.
Við erum hérna í sumarhúsi við Lake Seneca í upstate New York. Það er yndislegt þó svo veðrið sé svolítið íslenskt: skýjað, gola og svalt.
Þetta er fyrsta fríið hennar Eddu og við héldum að við gætum bara leigt fyrir hana smábarmabílstól með bílaleigubílnum en þá áttu þeir bara barnabílstól sem var of stór fyrir hana. Fríið byrjaði því á ferð í mallið að kaupa bílstól sem passar. Hann passar en Eddu finnst ekkert mjög gaman að sitja í honum. Henni finnst það ömurlegt. Síðan grætur hún hástöfum, horfir á mig og segir sérðu ekki að ég er að gráta, það þýðir að mér líði illa og afhverju tekurðu mig ekki upp? Og þá segi ég meistari Jakob, meistari Jakob, sefur þú, sefur þú?
Við erum hérna í sumarhúsi við Lake Seneca í upstate New York. Það er yndislegt þó svo veðrið sé svolítið íslenskt: skýjað, gola og svalt.
Þetta er fyrsta fríið hennar Eddu og við héldum að við gætum bara leigt fyrir hana smábarmabílstól með bílaleigubílnum en þá áttu þeir bara barnabílstól sem var of stór fyrir hana. Fríið byrjaði því á ferð í mallið að kaupa bílstól sem passar. Hann passar en Eddu finnst ekkert mjög gaman að sitja í honum. Henni finnst það ömurlegt. Síðan grætur hún hástöfum, horfir á mig og segir sérðu ekki að ég er að gráta, það þýðir að mér líði illa og afhverju tekurðu mig ekki upp? Og þá segi ég meistari Jakob, meistari Jakob, sefur þú, sefur þú?