20.4.11
Jamie Oliver
er annar karakter sem ég er svaka hrifin af. Hann er hoppandi yfir mætaræði fólks hérna í Bandaríkjunum. Og annars staðar. Hann er hoppandi yfir nútíma, vesturlanda skynibita fæði. Og hann er að gera eitthvað í málinu. Í fyrra fór hann til Huntington í Vestur Virginíu og nú er hann í Los Angeles að halda áfram með food revolution. Skólayfirvöld vilja ekkert hafa með hann að gera. Þetta er svaka spennandi. Til að fjármagna byltinguna tekur hann allt upp á band og býr til sjónvarpsefni. Sem ég get horft á á hulu. Jei.
Við Óli erum að fara til Frakklands á föstudaginn. Ætlum að hitta mömmu og Sunnu og fara til Búrgundarhéraðs í vínsmökkun og chill. Vá hvað okkur hlakkar til. Síðan er ég að fara á ráðstefnu til Belgíu og það verður örugglega góð ráðstefna líka. Vinkona mín frá Seattle verður þar líka og við munum deila herbergi. Ég kynntist Deirdre síðasta sumar þegar hún var í Chicago að skrifa fyrir Chicago Tribune og vantaði stað til að búa á. Þá vildi svo heppilega til að ég bjó í flenni íbúð með auka herbergi sem hún gat leigt. Alveg stórkostlegt. Og núna erum við að fara á sömu ráðstefnu. Ekkert smá nice. Það getur verið aðeins einmanalegt á svona ráðstefnu ef maður þekkir engan.
Síðan ætla ég að koma við í Brussels og heilsa upp á mína æskuvinkonu áður en ég fer aftur til BNA og beint á ráðstefnu á vesturströndina. Svaka mikið að gera þessa dagana. Oregon ráðstefnan er í sambandi við mælingar sem við gerðum við ströndina. Þetta er svaka stórt verkefni sem miðar að því að læra eitthvað um hvað gerist með CO2 á vestruströndinni. Sjór úr iðrum Kyrrahafsins vellur upp á ströndinni, þess vegna er sjórinn svona kaldur þar, ein einmitt þess vegna er hann fullur af CO2 og það er það sem er svo áhugavert og agnirnar mínar gegna lykilhlutverki. Svaka spennandi.
Við Óli erum að fara til Frakklands á föstudaginn. Ætlum að hitta mömmu og Sunnu og fara til Búrgundarhéraðs í vínsmökkun og chill. Vá hvað okkur hlakkar til. Síðan er ég að fara á ráðstefnu til Belgíu og það verður örugglega góð ráðstefna líka. Vinkona mín frá Seattle verður þar líka og við munum deila herbergi. Ég kynntist Deirdre síðasta sumar þegar hún var í Chicago að skrifa fyrir Chicago Tribune og vantaði stað til að búa á. Þá vildi svo heppilega til að ég bjó í flenni íbúð með auka herbergi sem hún gat leigt. Alveg stórkostlegt. Og núna erum við að fara á sömu ráðstefnu. Ekkert smá nice. Það getur verið aðeins einmanalegt á svona ráðstefnu ef maður þekkir engan.
Síðan ætla ég að koma við í Brussels og heilsa upp á mína æskuvinkonu áður en ég fer aftur til BNA og beint á ráðstefnu á vesturströndina. Svaka mikið að gera þessa dagana. Oregon ráðstefnan er í sambandi við mælingar sem við gerðum við ströndina. Þetta er svaka stórt verkefni sem miðar að því að læra eitthvað um hvað gerist með CO2 á vestruströndinni. Sjór úr iðrum Kyrrahafsins vellur upp á ströndinni, þess vegna er sjórinn svona kaldur þar, ein einmitt þess vegna er hann fullur af CO2 og það er það sem er svo áhugavert og agnirnar mínar gegna lykilhlutverki. Svaka spennandi.
19.4.11
Elizabeth Warren
Er nýja hetjan mín. Hún er hagfræðingur og núna einnig formaður þingnefndar um fjármála eftirlit. Ég er hrifin af þessari konu vegna þess að hún er mjög skýr. Hún er hagfræði prófessor og hennar sérfag er gjaldþrot. Kemur í ljós að gjaldþrot meðal einstaklinga hafa fjórfaldast á undanförnum 20 árum. Samstíga að heimili fóru að vera með tvær fyrirvinnur. Það er áhugavert að í dag þéna heimilin aðeins meira en fyrir 20-30 árum en á sama tíma skulda þau miklu meira og eyða stærra hlutfall launanna í nauðsinjar. Árið 1970 eyddi fólk um 30% meira í mat, föt og græjur en fólk gerir í dag. Núna eyðir fólk hins vegar miklu meiru í húsnæði, bíl, heilsutryggingar og menntun barnanna.
Í dag er kona í Bandaríkjunum sem á 6 mánaða gamalt barn líklegri til að vera útivinnandi en kona árið 1970 var sem átti 16 ára gamalt barn. Er það ekki ótrúlegt? Hérna er fyrirlestur sem þessi kona hélt í Berkeley fyrir nokkrum árum. Yfirvofandi hrun millistéttarinnar.
Ég held að það að halda heimili sé full vinna. Núna er ég með aðstöðu upp í Lamont og það tekur mig rétt rúman klukkutíma að komast í vinnuna og síðan aftur heim. Ef ég ætla að vinna fullan vinnudag þá eru það 10 tímar sem ég er í burtu. Þegar ég kem heim klukkan sex eða hálf sjö fer ég strax að elda og síðan fer kvöldið í að vaska upp og finna til þvottinn sem ég verð að passa mig að fara með daginn eftir. 5 daga vikunnar. Síðan um helgar er allt meira og minna í rúst og þá þarf að taka til og tala nú ekki um að slaka á því maður er úrvinda. Þetta er bara bull. Hvenær á maður að baka brauð? Vera í garðyrkju? Búa til kæfu og rabbabarachutney? Njóta lífsins?
Niðurstaðan er náttúrulega sú að allir eru úrvinda, enginn nennir að elda eða taka til. Heimilið er í rúst. Og við eigum ekki einu sinni börn. Fyrir mér er það frekar ljóst að þetta tímabil í sögunni þar sem konur þyrptust út á vinnumarkaðinn og enginn var eftir að sinna heimilinu voru vaxtaverkir fyrir að konur fengu aukin réttindi og réttmæta virðingu á vinnumarkaðinum frekar en nýtt sjálfbært ástand. Ég hugsa að í framtíðinni mennti fólk sig eins og það lystir, hvort sem það er stelpa eða strákur, þökk sé kvennréttindabaráttunni, en síðan ákveður fólk hvor aðilinn fari á vinnumarkaðinn og hvor sjái um heimilið. Annað er hvorki vænlegt til árangurs né sjálfbært.
Í dag er kona í Bandaríkjunum sem á 6 mánaða gamalt barn líklegri til að vera útivinnandi en kona árið 1970 var sem átti 16 ára gamalt barn. Er það ekki ótrúlegt? Hérna er fyrirlestur sem þessi kona hélt í Berkeley fyrir nokkrum árum. Yfirvofandi hrun millistéttarinnar.
Ég held að það að halda heimili sé full vinna. Núna er ég með aðstöðu upp í Lamont og það tekur mig rétt rúman klukkutíma að komast í vinnuna og síðan aftur heim. Ef ég ætla að vinna fullan vinnudag þá eru það 10 tímar sem ég er í burtu. Þegar ég kem heim klukkan sex eða hálf sjö fer ég strax að elda og síðan fer kvöldið í að vaska upp og finna til þvottinn sem ég verð að passa mig að fara með daginn eftir. 5 daga vikunnar. Síðan um helgar er allt meira og minna í rúst og þá þarf að taka til og tala nú ekki um að slaka á því maður er úrvinda. Þetta er bara bull. Hvenær á maður að baka brauð? Vera í garðyrkju? Búa til kæfu og rabbabarachutney? Njóta lífsins?
Niðurstaðan er náttúrulega sú að allir eru úrvinda, enginn nennir að elda eða taka til. Heimilið er í rúst. Og við eigum ekki einu sinni börn. Fyrir mér er það frekar ljóst að þetta tímabil í sögunni þar sem konur þyrptust út á vinnumarkaðinn og enginn var eftir að sinna heimilinu voru vaxtaverkir fyrir að konur fengu aukin réttindi og réttmæta virðingu á vinnumarkaðinum frekar en nýtt sjálfbært ástand. Ég hugsa að í framtíðinni mennti fólk sig eins og það lystir, hvort sem það er stelpa eða strákur, þökk sé kvennréttindabaráttunni, en síðan ákveður fólk hvor aðilinn fari á vinnumarkaðinn og hvor sjái um heimilið. Annað er hvorki vænlegt til árangurs né sjálfbært.
15.4.11
To-do listi
Ég kláraði línu sem var búin að vera á to-do listanum síðan á áramótum. Hoo-ha. En núna finn ég ekki to-do listann til að strika þessa línu út.
David leiðbeinandinn minn á að uppfæra yfirlitsgrein sem hann skrifaði fyrir 8 árum og hann spurði mig hvort ég vildi gera það. Ég vildi það auðvitað en síðan er þetta ljómandi góð grein og hann er með svo gott innsæi að það er eins og hann hafi séð fyrir hvað myndi gerast á þessum átta árum. Svo mér finnst eins og það væri ekki miklu við að bæta. En eftir að ég er búin að spá í þessu í 4 mánuði gat ég loksins skrifað nokkrar síður um ný sjónarmið og nýjar uppgötvanir sem hann hafði ekki séð fyrir og núna ætlar hann ætlar að púsla því inn greinina og ákveða hvað fær að fjúka í staðin.
En það er að koma helgi. Vorið er að koma líka. Þetta er ekki brugg-helgi. Við erum að fara á tónleika í Carnegie Hall. Ég var með svaka fínt matarboð fyrir Rick og Grace í gær. Allt virðist vera í frekar góðum málum.
Við fengum fordrykkinn á svölunum. Heimabruggaður trippel sem var súper vel heppnaður. Frekar frábært. Í forrétt var vatnsmelónu salat. Í öðrum forrétt var fennel og möndlu súpa með ricotta dumplings. Marineraður og glóðsteiktur lax í aðal og súkkulaði terta sem gestirnir komu með í eftirrétt. Alveg ljómandi gott. Ágætt að hafa skrifleg gögn um hvað við vorum með svo ég gefi þeim ekki það sama næst.
David leiðbeinandinn minn á að uppfæra yfirlitsgrein sem hann skrifaði fyrir 8 árum og hann spurði mig hvort ég vildi gera það. Ég vildi það auðvitað en síðan er þetta ljómandi góð grein og hann er með svo gott innsæi að það er eins og hann hafi séð fyrir hvað myndi gerast á þessum átta árum. Svo mér finnst eins og það væri ekki miklu við að bæta. En eftir að ég er búin að spá í þessu í 4 mánuði gat ég loksins skrifað nokkrar síður um ný sjónarmið og nýjar uppgötvanir sem hann hafði ekki séð fyrir og núna ætlar hann ætlar að púsla því inn greinina og ákveða hvað fær að fjúka í staðin.
En það er að koma helgi. Vorið er að koma líka. Þetta er ekki brugg-helgi. Við erum að fara á tónleika í Carnegie Hall. Ég var með svaka fínt matarboð fyrir Rick og Grace í gær. Allt virðist vera í frekar góðum málum.
Við fengum fordrykkinn á svölunum. Heimabruggaður trippel sem var súper vel heppnaður. Frekar frábært. Í forrétt var vatnsmelónu salat. Í öðrum forrétt var fennel og möndlu súpa með ricotta dumplings. Marineraður og glóðsteiktur lax í aðal og súkkulaði terta sem gestirnir komu með í eftirrétt. Alveg ljómandi gott. Ágætt að hafa skrifleg gögn um hvað við vorum með svo ég gefi þeim ekki það sama næst.
11.4.11
In our underwear
Stundum kemur eitthvað óvænt upp á hjá manni. Það er aldrei að vita hvenær það gerist. Núna er ég búin að elda kál sem er eitthvað sem ég geri svona tiltölulega oft. Í þetta skiptið bragðast það eins og kúamykja. Já það er rétt. Ekki alveg nógu pleasant.
Á ensku er til bragð sem heitir goat-butt. Þetta er meira cow. Það getur tekið smá tíma að kunna að meta goat-butt bragðið. Croze-Hermitage vín voru mín fyrstu kynni af g-b og ég get ekki sagt að ég hafi verið hrifin svona í byrjun. Með tíma og æfingu lærir maður að kunna að meta það. Spurningin er náttúrulega hvort kúamykja sé bragð sem maður ætti að æfa sig í eða er þetta sértilfelli þar sem kannski bóndinn missti búntið hreinlega ofaní dillu. En ég skolaði kálið uppúr svaka hreinu vatni svo ég er ekki alveg viss með þetta.
Á ensku er til bragð sem heitir goat-butt. Þetta er meira cow. Það getur tekið smá tíma að kunna að meta goat-butt bragðið. Croze-Hermitage vín voru mín fyrstu kynni af g-b og ég get ekki sagt að ég hafi verið hrifin svona í byrjun. Með tíma og æfingu lærir maður að kunna að meta það. Spurningin er náttúrulega hvort kúamykja sé bragð sem maður ætti að æfa sig í eða er þetta sértilfelli þar sem kannski bóndinn missti búntið hreinlega ofaní dillu. En ég skolaði kálið uppúr svaka hreinu vatni svo ég er ekki alveg viss með þetta.
10.4.11
Súper laugardagur
Við Óli áttum ekkert smá góðan dag í gær. Hann var svo frábær að ég get ekki látið vera að blogga smá um hann. Ég var búin að heyra um sýningu í galleríi í Chelsea um mat. Þar sem matur er ástæðan fyrir því að ég fer frammúr á morgnanna langaði mig að sjá þessa sýningu. Eitthvað eftir hádegi, eftir síðbúinn hádegismat sem Óli eldaði (rækjur með eggjum á kínverska vísu - alveg súper) tókum við C lestina suður í Chelsea og skoðuðum þessa sýningu. Hún var algjör snilld. Mjög nautnafullar ljósmyndir af allskonar matarkyns og fólki að borða eða elda mat.
Þarna í Chelsea er garður sem heitir Highline. Hann er á gömlum sporvagnateinum sem eru svolítið hátt uppi. Alveg frábær hugmynd og svaka vel útfærð. Það er svaka gaman að fara upp í hann og vera fyrir ofan alla bílana og hustlið í NYC. Síðan eru þarna arkitektúral pet project sem gera þetta svaka skemmtilegt. Við löbbuðum eftir Highline í suður og í Chelsea Market þar sem Óli skoðaði 40 gallona potta og ég fékk cupcake. Við vorum eitthvað að spjalla og Óli segir að hann sakni að hitta vini okkar frá Williamsburg sem við bjuggum með eitt sumar og þá man ég eftir því að þau eru með tónleika í kvöld.
Við ákveðum að fá okkur forrétti á krá sem er með 30 bjóra on tap, Blind Tiger, en þegar við komum þangað er hann stútfullur af college krökkum, svaka læti og engin sæti svo við hrökklumst bara út. Tveir og hálfur tími í showið, tekur því ekki að fara heim, við erum enn södd með rækjur í mallanum og hvað eigum við að gera. Það er bíó handan við hornið. Förum í bíó. Mynd akkúrat að byrja. To die like a man. Já já, kemur í ljós að þegar maður er í the west village og fer á random mynd þá gæti hún verið portúgölsk um kynskiptinga í tilvistakreppu. Ljómandi áhugavert en einum of explicit fyrir svona sveitastelpu eins og mig.
Partíið var grímuball með Hank and Cupcakes og Navegante sem eru brjálaðir töffarastrákar á trommum og gítar og með eitthvað tölvuspliff. Alveg frábærir tónleikar. Hittum líka félaga okkar Nadav sem er tónlistamaður og spilar á klassískan gítar. Yndislegt að hitta vini sína. Þeir eru ekkert á hverju strái í þessum frumskógi.
En þá var aldeilis kvöldið ekki búið. Óli teymdi mig á kóreanskan nútíma skyndibitastað sem er reyndar frekar úr framtíðinni heldur en nútíðinni. Kyochon er kóreönsk keðja með útibú í Ameríku. Við fengum kjúkling, að sjálfsögðu, og brokkolísalat og súrsaðar asískar radísur. Alveg súper. Og í lokin kíktum við aðeins á Gingerman sem er líka með óteljandi marga bjóra á krana. Þeir prenta bjórseðlana daglega. Svo breytilegt er þetta hjá þeim. Á leiðinni þangað komum við við í besta kóreanska bakaríinu í bænum, on my request, og keyptum mochi í eftirmat. En mochi er eitt af því guðdómlegasta sem þessi heimur hefur upp á að bjóða. Hrísgrjónakökur með baunamauki inní. Hljómar kannski ekki vel í íslensk eyru, en þetta er tvímælalaust eitt af tíu uppáhalds hjá mér.
Við vorum ekkert smá hamingjusöm með þetta outing. Svo gaman að vera í helgarfríi og njóta þess til fulls.
Þarna í Chelsea er garður sem heitir Highline. Hann er á gömlum sporvagnateinum sem eru svolítið hátt uppi. Alveg frábær hugmynd og svaka vel útfærð. Það er svaka gaman að fara upp í hann og vera fyrir ofan alla bílana og hustlið í NYC. Síðan eru þarna arkitektúral pet project sem gera þetta svaka skemmtilegt. Við löbbuðum eftir Highline í suður og í Chelsea Market þar sem Óli skoðaði 40 gallona potta og ég fékk cupcake. Við vorum eitthvað að spjalla og Óli segir að hann sakni að hitta vini okkar frá Williamsburg sem við bjuggum með eitt sumar og þá man ég eftir því að þau eru með tónleika í kvöld.
Við ákveðum að fá okkur forrétti á krá sem er með 30 bjóra on tap, Blind Tiger, en þegar við komum þangað er hann stútfullur af college krökkum, svaka læti og engin sæti svo við hrökklumst bara út. Tveir og hálfur tími í showið, tekur því ekki að fara heim, við erum enn södd með rækjur í mallanum og hvað eigum við að gera. Það er bíó handan við hornið. Förum í bíó. Mynd akkúrat að byrja. To die like a man. Já já, kemur í ljós að þegar maður er í the west village og fer á random mynd þá gæti hún verið portúgölsk um kynskiptinga í tilvistakreppu. Ljómandi áhugavert en einum of explicit fyrir svona sveitastelpu eins og mig.
Partíið var grímuball með Hank and Cupcakes og Navegante sem eru brjálaðir töffarastrákar á trommum og gítar og með eitthvað tölvuspliff. Alveg frábærir tónleikar. Hittum líka félaga okkar Nadav sem er tónlistamaður og spilar á klassískan gítar. Yndislegt að hitta vini sína. Þeir eru ekkert á hverju strái í þessum frumskógi.
En þá var aldeilis kvöldið ekki búið. Óli teymdi mig á kóreanskan nútíma skyndibitastað sem er reyndar frekar úr framtíðinni heldur en nútíðinni. Kyochon er kóreönsk keðja með útibú í Ameríku. Við fengum kjúkling, að sjálfsögðu, og brokkolísalat og súrsaðar asískar radísur. Alveg súper. Og í lokin kíktum við aðeins á Gingerman sem er líka með óteljandi marga bjóra á krana. Þeir prenta bjórseðlana daglega. Svo breytilegt er þetta hjá þeim. Á leiðinni þangað komum við við í besta kóreanska bakaríinu í bænum, on my request, og keyptum mochi í eftirmat. En mochi er eitt af því guðdómlegasta sem þessi heimur hefur upp á að bjóða. Hrísgrjónakökur með baunamauki inní. Hljómar kannski ekki vel í íslensk eyru, en þetta er tvímælalaust eitt af tíu uppáhalds hjá mér.
Við vorum ekkert smá hamingjusöm með þetta outing. Svo gaman að vera í helgarfríi og njóta þess til fulls.
6.4.11
Halló mamma
Hvað getur maður sagt þegar maður er að keyra 32 keyrslur í einu. Og bara að nota svona 1/4 af reiknigetunni sem maður hefur til umráða. Eða 1/8. Þessi tölva er svo stór heilinn minn getur ekki skilið það. Eins og fjárlögin. Hvernig á maður að geta áttað sig á fjárhæðunum sem fara í menntamál. Það er ómögulegt. Tugir og hundruðir milljarðar. Það er ekki hægt að skilja þetta. Ég setti 32 keyrslur í gang í viðbót. Það tók 3 mínútur. 64 keyrslur. Þetta er svo geðveikt. Og þessi tölva er svo dugleg að vinna. Reiknar milljón hluti á örskot.
Ástæðan fyrir því að ég hef aðgang að þessari tölvu er einstakt örlæti samstarfsmanns míns. Hann lánar mér skrifstofuna sína. Sem er með heils-veggs útsýni út í skóg. Brjálaður lúxus þegar maður býr að öllu jöfnu í sements-skógi. Og er ekki með skrifstofu. Hann lánar mér tölvuna sína. Alla 256 örgjörvana.
Ég er að spá í að fara að spá í norður íshafi. Það er risastórt verkefni í gangi að reyna að skilja hvað er að gerast þar varðandi ferskvatn. Selta sjávar er mikilvæg og hefur áhrif á allskonar, þar á meðal veðurfar. Seltan, ásamt hitastiginu, ákvarðar eðlismassa sjávar. Hvernig eðlismassinn breytist með dýpi hefur áhrif á hversu mikið blandast á yfirborðinu niður á nokkra hundruð metra dýpi, sem hefur áhrif á hversu mikið af næringarefnum blandast upp á yfirborðið og þar með hversu mikið svif þrífst. Þetta eru mjög mikilvægar pælingar.
Ástæðan fyrir því að ég hef aðgang að þessari tölvu er einstakt örlæti samstarfsmanns míns. Hann lánar mér skrifstofuna sína. Sem er með heils-veggs útsýni út í skóg. Brjálaður lúxus þegar maður býr að öllu jöfnu í sements-skógi. Og er ekki með skrifstofu. Hann lánar mér tölvuna sína. Alla 256 örgjörvana.
Ég er að spá í að fara að spá í norður íshafi. Það er risastórt verkefni í gangi að reyna að skilja hvað er að gerast þar varðandi ferskvatn. Selta sjávar er mikilvæg og hefur áhrif á allskonar, þar á meðal veðurfar. Seltan, ásamt hitastiginu, ákvarðar eðlismassa sjávar. Hvernig eðlismassinn breytist með dýpi hefur áhrif á hversu mikið blandast á yfirborðinu niður á nokkra hundruð metra dýpi, sem hefur áhrif á hversu mikið af næringarefnum blandast upp á yfirborðið og þar með hversu mikið svif þrífst. Þetta eru mjög mikilvægar pælingar.