19.4.11
Elizabeth Warren
Er nýja hetjan mín. Hún er hagfræðingur og núna einnig formaður þingnefndar um fjármála eftirlit. Ég er hrifin af þessari konu vegna þess að hún er mjög skýr. Hún er hagfræði prófessor og hennar sérfag er gjaldþrot. Kemur í ljós að gjaldþrot meðal einstaklinga hafa fjórfaldast á undanförnum 20 árum. Samstíga að heimili fóru að vera með tvær fyrirvinnur. Það er áhugavert að í dag þéna heimilin aðeins meira en fyrir 20-30 árum en á sama tíma skulda þau miklu meira og eyða stærra hlutfall launanna í nauðsinjar. Árið 1970 eyddi fólk um 30% meira í mat, föt og græjur en fólk gerir í dag. Núna eyðir fólk hins vegar miklu meiru í húsnæði, bíl, heilsutryggingar og menntun barnanna.
Í dag er kona í Bandaríkjunum sem á 6 mánaða gamalt barn líklegri til að vera útivinnandi en kona árið 1970 var sem átti 16 ára gamalt barn. Er það ekki ótrúlegt? Hérna er fyrirlestur sem þessi kona hélt í Berkeley fyrir nokkrum árum. Yfirvofandi hrun millistéttarinnar.
Ég held að það að halda heimili sé full vinna. Núna er ég með aðstöðu upp í Lamont og það tekur mig rétt rúman klukkutíma að komast í vinnuna og síðan aftur heim. Ef ég ætla að vinna fullan vinnudag þá eru það 10 tímar sem ég er í burtu. Þegar ég kem heim klukkan sex eða hálf sjö fer ég strax að elda og síðan fer kvöldið í að vaska upp og finna til þvottinn sem ég verð að passa mig að fara með daginn eftir. 5 daga vikunnar. Síðan um helgar er allt meira og minna í rúst og þá þarf að taka til og tala nú ekki um að slaka á því maður er úrvinda. Þetta er bara bull. Hvenær á maður að baka brauð? Vera í garðyrkju? Búa til kæfu og rabbabarachutney? Njóta lífsins?
Niðurstaðan er náttúrulega sú að allir eru úrvinda, enginn nennir að elda eða taka til. Heimilið er í rúst. Og við eigum ekki einu sinni börn. Fyrir mér er það frekar ljóst að þetta tímabil í sögunni þar sem konur þyrptust út á vinnumarkaðinn og enginn var eftir að sinna heimilinu voru vaxtaverkir fyrir að konur fengu aukin réttindi og réttmæta virðingu á vinnumarkaðinum frekar en nýtt sjálfbært ástand. Ég hugsa að í framtíðinni mennti fólk sig eins og það lystir, hvort sem það er stelpa eða strákur, þökk sé kvennréttindabaráttunni, en síðan ákveður fólk hvor aðilinn fari á vinnumarkaðinn og hvor sjái um heimilið. Annað er hvorki vænlegt til árangurs né sjálfbært.
Í dag er kona í Bandaríkjunum sem á 6 mánaða gamalt barn líklegri til að vera útivinnandi en kona árið 1970 var sem átti 16 ára gamalt barn. Er það ekki ótrúlegt? Hérna er fyrirlestur sem þessi kona hélt í Berkeley fyrir nokkrum árum. Yfirvofandi hrun millistéttarinnar.
Ég held að það að halda heimili sé full vinna. Núna er ég með aðstöðu upp í Lamont og það tekur mig rétt rúman klukkutíma að komast í vinnuna og síðan aftur heim. Ef ég ætla að vinna fullan vinnudag þá eru það 10 tímar sem ég er í burtu. Þegar ég kem heim klukkan sex eða hálf sjö fer ég strax að elda og síðan fer kvöldið í að vaska upp og finna til þvottinn sem ég verð að passa mig að fara með daginn eftir. 5 daga vikunnar. Síðan um helgar er allt meira og minna í rúst og þá þarf að taka til og tala nú ekki um að slaka á því maður er úrvinda. Þetta er bara bull. Hvenær á maður að baka brauð? Vera í garðyrkju? Búa til kæfu og rabbabarachutney? Njóta lífsins?
Niðurstaðan er náttúrulega sú að allir eru úrvinda, enginn nennir að elda eða taka til. Heimilið er í rúst. Og við eigum ekki einu sinni börn. Fyrir mér er það frekar ljóst að þetta tímabil í sögunni þar sem konur þyrptust út á vinnumarkaðinn og enginn var eftir að sinna heimilinu voru vaxtaverkir fyrir að konur fengu aukin réttindi og réttmæta virðingu á vinnumarkaðinum frekar en nýtt sjálfbært ástand. Ég hugsa að í framtíðinni mennti fólk sig eins og það lystir, hvort sem það er stelpa eða strákur, þökk sé kvennréttindabaráttunni, en síðan ákveður fólk hvor aðilinn fari á vinnumarkaðinn og hvor sjái um heimilið. Annað er hvorki vænlegt til árangurs né sjálfbært.