10.4.11

Súper laugardagur

Við Óli áttum ekkert smá góðan dag í gær. Hann var svo frábær að ég get ekki látið vera að blogga smá um hann. Ég var búin að heyra um sýningu í galleríi í Chelsea um mat. Þar sem matur er ástæðan fyrir því að ég fer frammúr á morgnanna langaði mig að sjá þessa sýningu. Eitthvað eftir hádegi, eftir síðbúinn hádegismat sem Óli eldaði (rækjur með eggjum á kínverska vísu - alveg súper) tókum við C lestina suður í Chelsea og skoðuðum þessa sýningu. Hún var algjör snilld. Mjög nautnafullar ljósmyndir af allskonar matarkyns og fólki að borða eða elda mat.

Þarna í Chelsea er garður sem heitir Highline. Hann er á gömlum sporvagnateinum sem eru svolítið hátt uppi. Alveg frábær hugmynd og svaka vel útfærð. Það er svaka gaman að fara upp í hann og vera fyrir ofan alla bílana og hustlið í NYC. Síðan eru þarna arkitektúral pet project sem gera þetta svaka skemmtilegt. Við löbbuðum eftir Highline í suður og í Chelsea Market þar sem Óli skoðaði 40 gallona potta og ég fékk cupcake. Við vorum eitthvað að spjalla og Óli segir að hann sakni að hitta vini okkar frá Williamsburg sem við bjuggum með eitt sumar og þá man ég eftir því að þau eru með tónleika í kvöld.

Við ákveðum að fá okkur forrétti á krá sem er með 30 bjóra on tap, Blind Tiger, en þegar við komum þangað er hann stútfullur af college krökkum, svaka læti og engin sæti svo við hrökklumst bara út. Tveir og hálfur tími í showið, tekur því ekki að fara heim, við erum enn södd með rækjur í mallanum og hvað eigum við að gera. Það er bíó handan við hornið. Förum í bíó. Mynd akkúrat að byrja. To die like a man. Já já, kemur í ljós að þegar maður er í the west village og fer á random mynd þá gæti hún verið portúgölsk um kynskiptinga í tilvistakreppu. Ljómandi áhugavert en einum of explicit fyrir svona sveitastelpu eins og mig.

Partíið var grímuball með Hank and Cupcakes og Navegante sem eru brjálaðir töffarastrákar á trommum og gítar og með eitthvað tölvuspliff. Alveg frábærir tónleikar. Hittum líka félaga okkar Nadav sem er tónlistamaður og spilar á klassískan gítar. Yndislegt að hitta vini sína. Þeir eru ekkert á hverju strái í þessum frumskógi.

En þá var aldeilis kvöldið ekki búið. Óli teymdi mig á kóreanskan nútíma skyndibitastað sem er reyndar frekar úr framtíðinni heldur en nútíðinni. Kyochon er kóreönsk keðja með útibú í Ameríku. Við fengum kjúkling, að sjálfsögðu, og brokkolísalat og súrsaðar asískar radísur. Alveg súper. Og í lokin kíktum við aðeins á Gingerman sem er líka með óteljandi marga bjóra á krana. Þeir prenta bjórseðlana daglega. Svo breytilegt er þetta hjá þeim. Á leiðinni þangað komum við við í besta kóreanska bakaríinu í bænum, on my request, og keyptum mochi í eftirmat. En mochi er eitt af því guðdómlegasta sem þessi heimur hefur upp á að bjóða. Hrísgrjónakökur með baunamauki inní. Hljómar kannski ekki vel í íslensk eyru, en þetta er tvímælalaust eitt af tíu uppáhalds hjá mér.

Við vorum ekkert smá hamingjusöm með þetta outing. Svo gaman að vera í helgarfríi og njóta þess til fulls.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?