31.3.11
Spent grain bread with old English Ale yeast
Ég er að rifna af stolti. Við Óli söfnuðum gömlu geri úr bjórkútnum þegar við settum the Uncracked Bitter í flöskur. Uncracked bitter er fyrsi bjórinn hans Óla sem hann setti saman sjálfur. Áður hafði hann notað svona kit þar sem byggið, gerið og humlar er allt saman í pakka. Við söfnuðum gerinu og settum það í sterílar krukkur. Ég blandaði smá hveiti og vatni í mína og setti upp á hillu. Næsta dag var allt að gerast í krukkunni. Gerið á fullu að smjatta á sterkjunni í hveitinu. Ég hellti úr krukkunni í skál og blandaði meira hveiti, rúgmjöli og vatni við. Skálin fer upp í skáp og næsta dag er komið það sem heitir svampur. Svolítið meira hveiiti, vatn og hunang og síðast en ekki síst, spent grain, hnoðað svolítið og aftur upp í skáp. Næsta dag var þetta enn aftur búið að púffast upp. Meira vatn og hveiti og meira hnoð, hefast í tvo tíma til og inn í ofn.
Spent grain myndi kannski útfærast sem notað korn. Það er bygg sem búið er að sjóða í klukkutíma þar sem mest allt af sterkju og proteinum leysist upp í vökvanum. Það sem er eftir er aðallega skurn og kannski hýði og eitthvað smá. Í bjórgerð er það síað frá eftir svona klukkutíma. Vökvinn verður bjór en kornið setti ég inni ofn í þurrkun. Það er frekar bragðmikið því byggið er bæði ristað og maltað. Fullkomið í brauð því þetta er svo létt og eiginlega bara trefjar. Mér finnst þetta ekkert smá spennandi. Rúgmjölið fékk ég beint frá bóndanum en hveitið keypti ég í búð. Gerið úr bruggeríinu. Aðal málið er náttúrulega vinnan. Þetta er nokkura daga prósess. Við söfnuðum gerinu á sunnudaginn og á miðvikudagskvöldið bakaði ég brauðið. Maður blandar og hnoðar tvisvar, kannski í 15-20 mín í senn.
27.3.11
Öl og ölgerð
Í undirbúning fyrir Belgíuferðina mína er Óli að passa að ég skilji allt sem hefur að gera með belgíska bjórmenningu. Á föstudagskvöldið smökkuðum við 6 trappista bjóra en það eru jafn margir og fluttir eru út fyrir klaustrin. Til eru sjö trappista klaustur sem brugga og eitt þeirra selur bjórinn einungis í klausturskránni. Svo við gátum því miður ekki smakkað hann. Þetta eru agalega góðir bjórar. Bragðimiklir og dásamlegir. Hér má sjá okkar úttekt á þessum bjórum (6 neðstu).
Í undirbúning fyrir Frakklandsferðina bjó ég til Parísarflan. En þá uppskrift er einmitt að finna í sælkeraferðarbókinni. Það er nú ekki erfitt að gera Parísarflan. Bara steikja hvaða grænmeti sem er ferskt á pönnu og hella yfir smá eggjablöndu með timían. Barnaleikur. Með Parísarflaninu var well made triple sem er þriðji bjórinn hans Óla. Sá var ansi góður og fékk í einkun C+. Hér er Óli frekar hamingjusamur með Parísarflan og heimabruggið.
Í undirbúning fyrir Frakklandsferðina bjó ég til Parísarflan. En þá uppskrift er einmitt að finna í sælkeraferðarbókinni. Það er nú ekki erfitt að gera Parísarflan. Bara steikja hvaða grænmeti sem er ferskt á pönnu og hella yfir smá eggjablöndu með timían. Barnaleikur. Með Parísarflaninu var well made triple sem er þriðji bjórinn hans Óla. Sá var ansi góður og fékk í einkun C+. Hér er Óli frekar hamingjusamur með Parísarflan og heimabruggið.
24.3.11
Sælkeraferð um Frakkland
Er titill á bók sem tengdaforeldrar mínir gáfu okkur Óla fyrir nokkru. 135 uppskriftir að hamingjunni á franska vísu. Ég hugsa að við þurfum að fara að æfa okkur fyrir Frakklandsferðina og elda nokkrar uppskriftir upp úr þessari bók. Við erum að fara að heimsækja Sunnu. Mamma kemur líka og hugmyndin er að fara í smá ferð um Búrgundarhérað og Mercurey og svona. Athuga hvað er að gerast á þessum víngörðum sem við erum svo heppin að fá stundum smá kynni af. Skoða þetta terroir.
Búrgundarhérað er í austur Frakklandi. Fyrsta uppskriftin er kúrbítssúpa með beikoni. Annar hver réttur frá þessu héraði virðist vera með beikoni. Það er svosem skiljanlegt þar sem beikon er með því betra sem maður getur fengið. Ég ætla að byrja á því að gera flammekuche. Brennd kaka. Það er basically pizza með beikoni, lauk og rjóma í álegg. Hljómar frekar vel. Rjómi í staðin fyrir tómatsósu. Þeir kunna á þetta Frakkarnir.
Búrgundarhérað er í austur Frakklandi. Fyrsta uppskriftin er kúrbítssúpa með beikoni. Annar hver réttur frá þessu héraði virðist vera með beikoni. Það er svosem skiljanlegt þar sem beikon er með því betra sem maður getur fengið. Ég ætla að byrja á því að gera flammekuche. Brennd kaka. Það er basically pizza með beikoni, lauk og rjóma í álegg. Hljómar frekar vel. Rjómi í staðin fyrir tómatsósu. Þeir kunna á þetta Frakkarnir.
10.3.11
Kaffi
Kaffi framleiðsla hefur minkað um 30% í Kólumbíu á undanförnum árum. Sveppur og skordýr ráðast á plönturnar og fara alveg með þær. Alveg agalegt. Hærri hiti verður til þess að skordýrin fjölga sér meira eða fleiri tegundir skordýra fíla það að vera þarna. Plús þá er veðurfar óreglulegt, erfitt er að átta sig á því hvort það er sumar eða vetur, og það setur álag á plönturnar sem gerir það að verkum að þær eru ver í stakk búnar til að taka á auknum árásum.
Þetta hefur leit til þess að kaffi hefur tvöfaldast í verði á undanförnu ári (smella á 1yr). Ég myndi segja að þetta er ein alvarlegasta afleiðing veðurfarsbreytinganna sem nú eiga sér stað. Heimurinn gengur fyrir kaffi. Vísindi ganga fyrir kaffi. Fólk þarf kannski að borða en aðallega þarf það að fá kaffisopann sinn á morgnanna. Það skrifar enginn grein án þess að vera með kaffibolla á borðinu sínu. Það fer enginn í próf eða gerir nokkurn skapaðan hlut af viti án þess að vera með kaffi. Taugaáfall er að hellast yfir mig.
Þetta hefur leit til þess að kaffi hefur tvöfaldast í verði á undanförnu ári (smella á 1yr). Ég myndi segja að þetta er ein alvarlegasta afleiðing veðurfarsbreytinganna sem nú eiga sér stað. Heimurinn gengur fyrir kaffi. Vísindi ganga fyrir kaffi. Fólk þarf kannski að borða en aðallega þarf það að fá kaffisopann sinn á morgnanna. Það skrifar enginn grein án þess að vera með kaffibolla á borðinu sínu. Það fer enginn í próf eða gerir nokkurn skapaðan hlut af viti án þess að vera með kaffi. Taugaáfall er að hellast yfir mig.
7.3.11
Þvílík heppni
Ótrúlegt en satt. Ég fór í rælni inn á síðu í dag og komst að því að umsóknarfresturinn rennur einmitt út í dag. 7. mars. Ég er búin að ætla að sækja um að fara á þessa ráðstefnu sem er í haust en ekkert búin að pæla mikið í því þar sem nú er rétt varla vor. Síðan fékk ég bara þessa flugu í höfuðið að fletta henni upp í dag. Alveg fáránleg tilviljun.
En í dag er ég búin að vera upp í sveit hérna í the Palisades því ég er að fá skrifstofu hérna loksins. Er ekki með neina formlega stöðu enn reyndar, en vonandi rætist eitthvað úr því. Ég er ekkert smá ánægð með að vera allavegana komin með aðstöðu til að vinna. Það er svaka munur.
Við Óli erum að fara á tónleika í kvöld í Carnegie Hall. Veit ekki hvað við erum að fara að heyra en mér er satt að segja alveg sama. Það er alltaf frábært.
Já já. Ég átti mjög góða daga á Íslandi með minni nánustu fjölskyldu. Við mamma fórum aðeins upp í Flóka og sáum fyrst norðurljós og síðan stjörnur. Ég fékk kaffi og hugguleg heit á heimsmælikvarða hjá ömmu minni Rúnu og afa mínum Krisjáni. Afi bakaði vöfflur og var með hlaðborð fyrir mig. Það var geðveikt.
Annars er ekki mikið að frétta. Heimurinn heldur áfram á fullu spítti í átt til glötunar. Same old.
En í dag er ég búin að vera upp í sveit hérna í the Palisades því ég er að fá skrifstofu hérna loksins. Er ekki með neina formlega stöðu enn reyndar, en vonandi rætist eitthvað úr því. Ég er ekkert smá ánægð með að vera allavegana komin með aðstöðu til að vinna. Það er svaka munur.
Við Óli erum að fara á tónleika í kvöld í Carnegie Hall. Veit ekki hvað við erum að fara að heyra en mér er satt að segja alveg sama. Það er alltaf frábært.
Já já. Ég átti mjög góða daga á Íslandi með minni nánustu fjölskyldu. Við mamma fórum aðeins upp í Flóka og sáum fyrst norðurljós og síðan stjörnur. Ég fékk kaffi og hugguleg heit á heimsmælikvarða hjá ömmu minni Rúnu og afa mínum Krisjáni. Afi bakaði vöfflur og var með hlaðborð fyrir mig. Það var geðveikt.
Annars er ekki mikið að frétta. Heimurinn heldur áfram á fullu spítti í átt til glötunar. Same old.