27.3.11
Öl og ölgerð
Í undirbúning fyrir Belgíuferðina mína er Óli að passa að ég skilji allt sem hefur að gera með belgíska bjórmenningu. Á föstudagskvöldið smökkuðum við 6 trappista bjóra en það eru jafn margir og fluttir eru út fyrir klaustrin. Til eru sjö trappista klaustur sem brugga og eitt þeirra selur bjórinn einungis í klausturskránni. Svo við gátum því miður ekki smakkað hann. Þetta eru agalega góðir bjórar. Bragðimiklir og dásamlegir. Hér má sjá okkar úttekt á þessum bjórum (6 neðstu).
Í undirbúning fyrir Frakklandsferðina bjó ég til Parísarflan. En þá uppskrift er einmitt að finna í sælkeraferðarbókinni. Það er nú ekki erfitt að gera Parísarflan. Bara steikja hvaða grænmeti sem er ferskt á pönnu og hella yfir smá eggjablöndu með timían. Barnaleikur. Með Parísarflaninu var well made triple sem er þriðji bjórinn hans Óla. Sá var ansi góður og fékk í einkun C+. Hér er Óli frekar hamingjusamur með Parísarflan og heimabruggið.
Í undirbúning fyrir Frakklandsferðina bjó ég til Parísarflan. En þá uppskrift er einmitt að finna í sælkeraferðarbókinni. Það er nú ekki erfitt að gera Parísarflan. Bara steikja hvaða grænmeti sem er ferskt á pönnu og hella yfir smá eggjablöndu með timían. Barnaleikur. Með Parísarflaninu var well made triple sem er þriðji bjórinn hans Óla. Sá var ansi góður og fékk í einkun C+. Hér er Óli frekar hamingjusamur með Parísarflan og heimabruggið.