31.3.11
Spent grain bread with old English Ale yeast
Ég er að rifna af stolti. Við Óli söfnuðum gömlu geri úr bjórkútnum þegar við settum the Uncracked Bitter í flöskur. Uncracked bitter er fyrsi bjórinn hans Óla sem hann setti saman sjálfur. Áður hafði hann notað svona kit þar sem byggið, gerið og humlar er allt saman í pakka. Við söfnuðum gerinu og settum það í sterílar krukkur. Ég blandaði smá hveiti og vatni í mína og setti upp á hillu. Næsta dag var allt að gerast í krukkunni. Gerið á fullu að smjatta á sterkjunni í hveitinu. Ég hellti úr krukkunni í skál og blandaði meira hveiti, rúgmjöli og vatni við. Skálin fer upp í skáp og næsta dag er komið það sem heitir svampur. Svolítið meira hveiiti, vatn og hunang og síðast en ekki síst, spent grain, hnoðað svolítið og aftur upp í skáp. Næsta dag var þetta enn aftur búið að púffast upp. Meira vatn og hveiti og meira hnoð, hefast í tvo tíma til og inn í ofn.
Spent grain myndi kannski útfærast sem notað korn. Það er bygg sem búið er að sjóða í klukkutíma þar sem mest allt af sterkju og proteinum leysist upp í vökvanum. Það sem er eftir er aðallega skurn og kannski hýði og eitthvað smá. Í bjórgerð er það síað frá eftir svona klukkutíma. Vökvinn verður bjór en kornið setti ég inni ofn í þurrkun. Það er frekar bragðmikið því byggið er bæði ristað og maltað. Fullkomið í brauð því þetta er svo létt og eiginlega bara trefjar. Mér finnst þetta ekkert smá spennandi. Rúgmjölið fékk ég beint frá bóndanum en hveitið keypti ég í búð. Gerið úr bruggeríinu. Aðal málið er náttúrulega vinnan. Þetta er nokkura daga prósess. Við söfnuðum gerinu á sunnudaginn og á miðvikudagskvöldið bakaði ég brauðið. Maður blandar og hnoðar tvisvar, kannski í 15-20 mín í senn.
Comments:
<< Home
Já, endilega Begga. Þetta er ekkert erfitt. Ég held að málið sé að vera með ger sem er aðeins rólegt. Ekki fast-acting. Þá getur það verið að dunda í þessu uppí skáp í heilan dag og glútenin fá tíma til að raða sér upp í keðjur sem býr til teigjanleikann.
Láttu mig vita Begga ef þú vilt spjalla um brauð-bakstur. Mér finnst það fáránlega spennandi.
Skrifa ummæli
Láttu mig vita Begga ef þú vilt spjalla um brauð-bakstur. Mér finnst það fáránlega spennandi.
<< Home