10.3.11
Kaffi
Kaffi framleiðsla hefur minkað um 30% í Kólumbíu á undanförnum árum. Sveppur og skordýr ráðast á plönturnar og fara alveg með þær. Alveg agalegt. Hærri hiti verður til þess að skordýrin fjölga sér meira eða fleiri tegundir skordýra fíla það að vera þarna. Plús þá er veðurfar óreglulegt, erfitt er að átta sig á því hvort það er sumar eða vetur, og það setur álag á plönturnar sem gerir það að verkum að þær eru ver í stakk búnar til að taka á auknum árásum.
Þetta hefur leit til þess að kaffi hefur tvöfaldast í verði á undanförnu ári (smella á 1yr). Ég myndi segja að þetta er ein alvarlegasta afleiðing veðurfarsbreytinganna sem nú eiga sér stað. Heimurinn gengur fyrir kaffi. Vísindi ganga fyrir kaffi. Fólk þarf kannski að borða en aðallega þarf það að fá kaffisopann sinn á morgnanna. Það skrifar enginn grein án þess að vera með kaffibolla á borðinu sínu. Það fer enginn í próf eða gerir nokkurn skapaðan hlut af viti án þess að vera með kaffi. Taugaáfall er að hellast yfir mig.
Þetta hefur leit til þess að kaffi hefur tvöfaldast í verði á undanförnu ári (smella á 1yr). Ég myndi segja að þetta er ein alvarlegasta afleiðing veðurfarsbreytinganna sem nú eiga sér stað. Heimurinn gengur fyrir kaffi. Vísindi ganga fyrir kaffi. Fólk þarf kannski að borða en aðallega þarf það að fá kaffisopann sinn á morgnanna. Það skrifar enginn grein án þess að vera með kaffibolla á borðinu sínu. Það fer enginn í próf eða gerir nokkurn skapaðan hlut af viti án þess að vera með kaffi. Taugaáfall er að hellast yfir mig.