7.3.11

Þvílík heppni

Ótrúlegt en satt. Ég fór í rælni inn á síðu í dag og komst að því að umsóknarfresturinn rennur einmitt út í dag. 7. mars. Ég er búin að ætla að sækja um að fara á þessa ráðstefnu sem er í haust en ekkert búin að pæla mikið í því þar sem nú er rétt varla vor. Síðan fékk ég bara þessa flugu í höfuðið að fletta henni upp í dag. Alveg fáránleg tilviljun.

En í dag er ég búin að vera upp í sveit hérna í the Palisades því ég er að fá skrifstofu hérna loksins. Er ekki með neina formlega stöðu enn reyndar, en vonandi rætist eitthvað úr því. Ég er ekkert smá ánægð með að vera allavegana komin með aðstöðu til að vinna. Það er svaka munur.

Við Óli erum að fara á tónleika í kvöld í Carnegie Hall. Veit ekki hvað við erum að fara að heyra en mér er satt að segja alveg sama. Það er alltaf frábært.

Já já. Ég átti mjög góða daga á Íslandi með minni nánustu fjölskyldu. Við mamma fórum aðeins upp í Flóka og sáum fyrst norðurljós og síðan stjörnur. Ég fékk kaffi og hugguleg heit á heimsmælikvarða hjá ömmu minni Rúnu og afa mínum Krisjáni. Afi bakaði vöfflur og var með hlaðborð fyrir mig. Það var geðveikt.

Annars er ekki mikið að frétta. Heimurinn heldur áfram á fullu spítti í átt til glötunar. Same old.

Comments:
Þó svo að síðustu þrjár setningarnar séu ekki upplífgandi finnst mér þær snilld og tók mér það bessaleyfi að nota tilvitnunina á facebook!

kv.
Vala
 
gott mál! Gaman að því.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?