29.6.10
ljósabrögð
Hvert andartak í lífinu kennir manni eitthvað nýtt. Hérna í New York búum við Óli á the lower east side, í eldgamalli blokk á fyrstu hæð. Í steypu-frumskóginum. Og eins og í öðrum frumskógum er ekki mikið um dagsbirtu svona neðarlega.
Þegar maður þarf að hafa ljósin kveikt allan daginn er mikilvægt að vera með gott ljós. Það eru tvö perustæði í ljósakrónunni og síðan önnur peran sprakk um helgina er ljósrófið búið að vera einum of einsleitt. Sem betur fer gat ég keypt "soft white" flúrósent peru í dag sem af kemur gulleit birta og nú er aftur komið jafnvægi á ljósið í íbúðinni. Gullin birta í einu horni, stark-hvít í því gangstæða. Regnbogi á milli þeirra.
Þegar maður þarf að hafa ljósin kveikt allan daginn er mikilvægt að vera með gott ljós. Það eru tvö perustæði í ljósakrónunni og síðan önnur peran sprakk um helgina er ljósrófið búið að vera einum of einsleitt. Sem betur fer gat ég keypt "soft white" flúrósent peru í dag sem af kemur gulleit birta og nú er aftur komið jafnvægi á ljósið í íbúðinni. Gullin birta í einu horni, stark-hvít í því gangstæða. Regnbogi á milli þeirra.
28.6.10
Sumar og sól
Hér í New York er allt of heitt. Við Óli létum það þó ekki stoppa okkur í að halda áfram með göngutúrinn í kringum eyjuna og gengum meðfram East River (sem er reyndar nær því að vera fjörður en á) frá Delancey upp að 40. stræti. Þegar þangað var komið vissum við ekkert hvað við ættum af okkur að gera og snerum því bara við. Það var svaka heitt og ég bólgnaði svo út að ég hætti að passa í skóna mína og varð að ganga berfætt alla leiðina heim. En það finnst mér alveg ágætt.
Brúðkaupsafmælið var alveg yndislegt. Við fórum á frábæran ítalskan stað sem heitir ápizz (Ah-Beets) og er hérna í næstu götu. Ég fékk villigaltarlasagna og rauðvín og Óli gnocchi og hvítvín. Svona erum við komin langt í gender-equality. Kvöldið endaði með kertaljósum því það varð rafmagnslaust. Sem betur fór stóð það ekki mjög lengi. Ég hugsa að allir í blokkinni hafi verið að skrúfa loftkælingarnar í botn.
Brúðkaupsafmælið var alveg yndislegt. Við fórum á frábæran ítalskan stað sem heitir ápizz (Ah-Beets) og er hérna í næstu götu. Ég fékk villigaltarlasagna og rauðvín og Óli gnocchi og hvítvín. Svona erum við komin langt í gender-equality. Kvöldið endaði með kertaljósum því það varð rafmagnslaust. Sem betur fór stóð það ekki mjög lengi. Ég hugsa að allir í blokkinni hafi verið að skrúfa loftkælingarnar í botn.
25.6.10
Gentlemen only
Ladies forbidden. Í samræmi við breytta tíma væri hægt að breyta nafninu á þessum boltaleik í gentelmen and ladies together (GALT) eða boys and girls swing (BAGS), jafnvel a game for both genders (AGFBG) en það er kannski aðeins óþjált. Ég er svo léleg í svona orðaleikjum. Ég er enn ekki komin með gott nafn á líkanið. Og tíminn alveg að renna út.
Héðan er annars allt gott að frétta. Það er fáránlega heitt í New York. Vinnufélagi Óla og konan hans komu í mat til okkar í gær og þó svo við hefðum bara borðað kalda súpu, kalda böku og drukkið kalt vín með, þá lak af okkur svitinn. Það er ekki mjög New York að elda hvað þá bjóða fólki í mat. Þau voru alveg svaka hissa á þessu uppátæki okkar. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að borða heima en að fara eitthvað út.
Héðan er annars allt gott að frétta. Það er fáránlega heitt í New York. Vinnufélagi Óla og konan hans komu í mat til okkar í gær og þó svo við hefðum bara borðað kalda súpu, kalda böku og drukkið kalt vín með, þá lak af okkur svitinn. Það er ekki mjög New York að elda hvað þá bjóða fólki í mat. Þau voru alveg svaka hissa á þessu uppátæki okkar. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að borða heima en að fara eitthvað út.
17.6.10
Tilfinningar
Ég er gagntekin af tilfinningum til vinnunnar minnar. Barnsins míns. Mér finnst það svo merkilegt. Svo klárt. Ég er svo stolt af því. Það er að verða til. Smám saman púslast það saman. Rétt í þessu var ég að gera smá hliðarútreikning og það kemur í ljós að hrinrás kísils í líkaninu stemmir. Ég er með mjög einfalda framsetningu á henni. En hún stemmir. Og ber saman við mælingar. Það er geðveikt. Það er geðveikt því það eru svo mörg spurningamerki í sambandi við kísil. Sérstaklega hvað varðar upplausn. Svo þetta eru frábærar fréttir.
Hjartað mitt sprakk næstum því af væntumþykju. Því það er þannig með börn huganna, öfugt við mennsk, að þau fá ekki skilyrðislausa ást. Þau verða að standa sig. Verða að vera góð. Annars geta þau étið það sem úti frýs.
Hjartað mitt sprakk næstum því af væntumþykju. Því það er þannig með börn huganna, öfugt við mennsk, að þau fá ekki skilyrðislausa ást. Þau verða að standa sig. Verða að vera góð. Annars geta þau étið það sem úti frýs.
12.6.10
Thad sem madur lendir i
Vid Stella i gongutur
- Posted using BlogPress from my iPhone
- Posted using BlogPress from my iPhone
Location:E 54th St,Chicago,United States
9.6.10
Að tútna út
Já, því er ekki að leyna. Ég er að tútna út. Ég er sífellt nartandi í eitthvað, hreyfi mig of lítið, er þunglynd. Vá hvað ég vona að þetta afkvæmi standi sig í framtíðinni. Að þetta sé ekki allt til einskins.
En núna er ég að reyna að drekka te í staðin fyrir að borða súkkulaði. Fara út að skokka einu sinni á dag, eða allavegana annan hvern dag. Horfa kómedíur frekar en drama.
En núna er ég að reyna að drekka te í staðin fyrir að borða súkkulaði. Fara út að skokka einu sinni á dag, eða allavegana annan hvern dag. Horfa kómedíur frekar en drama.
1.6.10
1. júní
Vá hvað tíminn líður hratt. Ég man eiginlega ekki eftir maí. Bara svona smá updeit af okkur Óla til fjölskyldunnar. Við höfum það svaka fínt. Ég er búin að vera í New York í tæpa viku og það er búið að vera yndislegt. Við erum búin að njóta góða veðursins og stórkostleika borgarinnar. Í gær var minningadagur fallinna hermanna og fórum við í tilefni þess ´a árlega tónleika sem haldnir eru í dómkirkju í Harlem með fílharmóníusveitinni. Við biðum í mörghundruð metra langri röð í nokkra klukkutíma en það var þess virði. Ég fékk líka loksins að sjá Columbia háskóla og Óli fékk bestu kjúklingavængi í allri borginni. Við vorum svaka sátt.
Á sunnudaginn fórum við út með teppi og pikknikk í garð sem er hérna rétt hjá. Lágum í skugganum og lásum og hlustuðum á pönk-rokk. Komumst að því að við erum einum og sátt við lífið og tilveruna til að fíla þá tónlistastefnu mikið. Á laugardaginn fórum við á bændamarkaðinn á Union Square. Hann er alveg ágætur. Ekki nógu mikið organic því miður. En local. Það er þó eitthvað. Við keyptum fisk og grænmeti. Það er svo yndislegt að geta keypt beint af bóndanum. Vera í sambandi við matinn sinn. I love it.
Á sunnudaginn fórum við út með teppi og pikknikk í garð sem er hérna rétt hjá. Lágum í skugganum og lásum og hlustuðum á pönk-rokk. Komumst að því að við erum einum og sátt við lífið og tilveruna til að fíla þá tónlistastefnu mikið. Á laugardaginn fórum við á bændamarkaðinn á Union Square. Hann er alveg ágætur. Ekki nógu mikið organic því miður. En local. Það er þó eitthvað. Við keyptum fisk og grænmeti. Það er svo yndislegt að geta keypt beint af bóndanum. Vera í sambandi við matinn sinn. I love it.