1.6.10

1. júní

Vá hvað tíminn líður hratt. Ég man eiginlega ekki eftir maí. Bara svona smá updeit af okkur Óla til fjölskyldunnar. Við höfum það svaka fínt. Ég er búin að vera í New York í tæpa viku og það er búið að vera yndislegt. Við erum búin að njóta góða veðursins og stórkostleika borgarinnar. Í gær var minningadagur fallinna hermanna og fórum við í tilefni þess ´a árlega tónleika sem haldnir eru í dómkirkju í Harlem með fílharmóníusveitinni. Við biðum í mörghundruð metra langri röð í nokkra klukkutíma en það var þess virði. Ég fékk líka loksins að sjá Columbia háskóla og Óli fékk bestu kjúklingavængi í allri borginni. Við vorum svaka sátt.

Á sunnudaginn fórum við út með teppi og pikknikk í garð sem er hérna rétt hjá. Lágum í skugganum og lásum og hlustuðum á pönk-rokk. Komumst að því að við erum einum og sátt við lífið og tilveruna til að fíla þá tónlistastefnu mikið. Á laugardaginn fórum við á bændamarkaðinn á Union Square. Hann er alveg ágætur. Ekki nógu mikið organic því miður. En local. Það er þó eitthvað. Við keyptum fisk og grænmeti. Það er svo yndislegt að geta keypt beint af bóndanum. Vera í sambandi við matinn sinn. I love it.

Comments:
kvedjur til ykkar frá sumrinu í Stokkhólmi :) Ekki svo mikid lífraent hér, en theim mun meira af indverskum mat og alls kyns saensku braudi og eplakökum.
Ásta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?