25.6.10

Gentlemen only

Ladies forbidden. Í samræmi við breytta tíma væri hægt að breyta nafninu á þessum boltaleik í gentelmen and ladies together (GALT) eða boys and girls swing (BAGS), jafnvel a game for both genders (AGFBG) en það er kannski aðeins óþjált. Ég er svo léleg í svona orðaleikjum. Ég er enn ekki komin með gott nafn á líkanið. Og tíminn alveg að renna út.

Héðan er annars allt gott að frétta. Það er fáránlega heitt í New York. Vinnufélagi Óla og konan hans komu í mat til okkar í gær og þó svo við hefðum bara borðað kalda súpu, kalda böku og drukkið kalt vín með, þá lak af okkur svitinn. Það er ekki mjög New York að elda hvað þá bjóða fólki í mat. Þau voru alveg svaka hissa á þessu uppátæki okkar. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að borða heima en að fara eitthvað út.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?