29.6.10

ljósabrögð

Hvert andartak í lífinu kennir manni eitthvað nýtt. Hérna í New York búum við Óli á the lower east side, í eldgamalli blokk á fyrstu hæð. Í steypu-frumskóginum. Og eins og í öðrum frumskógum er ekki mikið um dagsbirtu svona neðarlega.

Þegar maður þarf að hafa ljósin kveikt allan daginn er mikilvægt að vera með gott ljós. Það eru tvö perustæði í ljósakrónunni og síðan önnur peran sprakk um helgina er ljósrófið búið að vera einum of einsleitt. Sem betur fer gat ég keypt "soft white" flúrósent peru í dag sem af kemur gulleit birta og nú er aftur komið jafnvægi á ljósið í íbúðinni. Gullin birta í einu horni, stark-hvít í því gangstæða. Regnbogi á milli þeirra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?