28.6.10

Sumar og sól

Hér í New York er allt of heitt. Við Óli létum það þó ekki stoppa okkur í að halda áfram með göngutúrinn í kringum eyjuna og gengum meðfram East River (sem er reyndar nær því að vera fjörður en á) frá Delancey upp að 40. stræti. Þegar þangað var komið vissum við ekkert hvað við ættum af okkur að gera og snerum því bara við. Það var svaka heitt og ég bólgnaði svo út að ég hætti að passa í skóna mína og varð að ganga berfætt alla leiðina heim. En það finnst mér alveg ágætt.

Brúðkaupsafmælið var alveg yndislegt. Við fórum á frábæran ítalskan stað sem heitir ápizz (Ah-Beets) og er hérna í næstu götu. Ég fékk villigaltarlasagna og rauðvín og Óli gnocchi og hvítvín. Svona erum við komin langt í gender-equality. Kvöldið endaði með kertaljósum því það varð rafmagnslaust. Sem betur fór stóð það ekki mjög lengi. Ég hugsa að allir í blokkinni hafi verið að skrúfa loftkælingarnar í botn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?