31.8.07

jamm, eitthvað

gengur nú hægt í vinnunni í dag.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


tvöfaldur espresso og flóuð mjólk, lífið gerist nú ekki mikið betra.

Sumar í Chicago

Hér í Chicago er veðrið upp á sitt besta. Það gerist nú ekki oft, yfirleitt er of heitt eða of kalt. Núna er sól og svona 20 gráða hiti, sem er akkúrat passlegt til að fara í hjólreiðatúr niður í bæ. En það gerðum við einmitt í gær. Hjóluðum meðfram vatninu að sædýrasafninu þar sem við urðum að stoppa og hlusta á smá funky-soul tónlist sem menn voru að spila þar á árlegum jazz-tónleikum sem haldnir eru þar.

Við hjóluðum í Fox & Obel, verslunin sem Ópera verslar í, og keyptum bæði fisk og aspas. Þessa helgi er allt að gerast í Chicago. Hin árlega jazz hátíð byrjar núna í dag, á hádegi. Þá eru svið útum alla borg þar sem fleiri fleiri hljómsveitir spila jazz og fólk kemur með teppi eða pikk-nikk stóla, vín og osta, bjór og snakk eða eitthvað heilsusamlegra, og nýtur þess að vera úti að chilla. En það er einmitt það sem er framundan hjá okkur þessa helgi, að fara niður í bæ og slaka bara á. Ætli ég fari ekki með spennutryllinn sem ég er að lesa, SKIPIÐ, eftir Stefán Mána, alveg hrikalega spennandi og vel skrifuð bók.

28.8.07

Komin til Chicago

Ahh, alveg yndislegt að vera komin heim til sín, til gömlu góðu Chicago. Svo gott að hitta íbúðina sína aftur. Hún hafði það nú bara gott í fjarveru okkar enda passaði Marcia svaka vel upp á hana. Núna tekur aldeilis við mikil vinnutörn hjá okkur, helst í svona ár. Best fyrir mig að koma mér að verki.

25.8.07

NYC dvöl að ljúka

Nú er nýlokinni heimsókn mæðra og systra okkar Óla til New York. Var það allra huggulegasta vika sem við áttum saman, margt gert, skoðað og upplifað. Við heimsóttum Central Park, höfuðstöðvar sameinuðu þjóðanna, Ellis Island og Marjorie Elliot, fórum í leikhús og á ljóða-rapp, á fína veitingastaði, á breskt tehús, gengum um fjármálahverfið og the Village, djömmuðum í the Meat Packing district (það er satt!) og síðast en ekki síst kíktum í örfáar tískuverslanir þar sem ungu dömurnar gátu keypt sér skólaföt.

Núna er Gummi í heimsókn og við erum á leiðinni út á Petit Bistro. Hann er franskur veitingastaður í götunni þar sem fæst heimsins besta pain perdu (french toast). Síðan líður að heimferð okkar Óla til Chicago. Ó hvað það verður gott að koma heim til gömlu góðu Chi. Þetta er búið að vera alveg súper sumar. Yndislegt að vera í New York sérstaklega þegar svona margir heimsækja mann. Takk fyrir komuna Lilja, Anna, Sigurdís, Ásta, mamma, Gía, Sunna, Silla og Gummi.

15.8.07

The Gym

Stríðið er byrjað. Stríð mitt við gymmið um að segja upp meðlimsinu. Þetta er það sem hefur gerst til þessa:
- Tinna hringir í gymmið til að segja upp áskrift. Fær þær fregnir að hún verði að koma í gymmið í eigin persónu og fylla út eyðublað.
- Tinna fer í gymmið og eftir púlið biður hún um eyðublað til að segja upp áskriftinni. Henni er rétt eyðublað með þeim orðum að hún verði að senda það í pósti útfylltu til höfuðstöðvanna.
- Tinna fer heim að fylla út eyðublaðið og merkir við "að flytja" fyrir ástæðu þess að hún óskar ei lengur að vera meðlimur í viðkomandi samsteypu. Lítil stjarna fær hana til að lesa smáaletrið. "Vinsamlegast sendið með staðfestingu um flutning".
- Tinna hringir í samsteipuna og vill fá frekari útskýringu á þessu rugli. Hún er vinsamlegast beðin um að bíða. dúdídú - símatónlist hljómar í símanum. Almáttugur hugsar Tinna, hvað er ég búin að koma mér í... og hún man eftir aumingja Chandler þegar hann var í sömu sporum, tár fara að trítla niður vangann.. nei djók, ekki enn.
- Símadaman tilkynnir Tinnu það eftir langa mæði að hún þarf ekki að senda með neina staðfestingu, eyðublaðið eitt og sér ætti að duga.

Jæja, sjáum til, hugsar Tinna.

12.8.07

WHOI

Ég kíkti aðeins í heimsókn til vinkonu minnar sem er í rannsóknar-heimsókn við haffræði stofnunina í Woods Hole. Woods Hole á fastan stað í hjarta mínu því hérna var haldin fyrsta ráðstefnan sem ég fór á. Það var 60 manna ráðstefna sem stóð í 5 daga og fjallaði eingöngu um fluxið - færslu lífræns kolefnis frá yfirborði sjávar í sjávardýpið. Þetta er svo yndislegur staður, pínulítið sjávarrannsóknarþorp, lengst upp í sveit. Ég sá skipið mitt, the Corwith Cramer aftur:



Ég fékk skrifborð í næstu skrifstofu við Taryn og gat unnið aðeins. Síðan gat ég talað við vísindamann hérna sem er að spá í svipuðum hlutum og ég bara frá öðru sjónarhorni. Hann hannar og skipuleggur hvar eigi að setja sediment traps. Það eru heljarstór trog sem safna ögnum og dóti sem sekkur í sjónum. Öll vandamálin í sambandi við svona trog er heil stúdía útaf fyrir sig en þrátt fyrir þau þetta er samt besta leiðin til að sjá hvað er að sökkva í sjónum.



Þetta var alveg súper ferð í alla staði. Við fórum út á 30 feta seglbát, fjórar djúpt sokknar umhverfishnetur, töluðum bara um sólar sellur á þokum, frönskufeiti í tönkum, sjávarstrauma og hitastig. Yndislegt líf. Tvisvar syntym við í sjónum, sjáum bíómyndina Gunners Palace og borðuðum svaka mikið salat og kús kús. Núna sit ég í rútunni til baka og bíð eftir því að finna tengingu sem ég get stokkið inn á í tvær sekúndur til að opna eina og eina síðu.

7.8.07

tinnsi bloggar

Vá hvað þetta er spennandi! Ég gat ekki setið á mér í morgun þegar ég sá athugasemdirnar við fréttina um Al Gore á mbl. Stofnaði aðgang á blog.is til að geta gert athugasemd við athugasemd og þá stofnaðist blogg um leið. Það var eitthvað svo kjánalegt að vera með tómt blogg svo ég skrifaði athugasemd við þessa sömu grein, og núna, 2 tímum síðar er ég komin með 100 innlit. Og tvær athugasemdir. Ekkert smá gaman. Hérna er linkur á þetta nýja blogg: blogg

6.8.07

Rumney

Um síðustu helgi fórum við í klifurferð til Rumney í Massachusets. Vöknuðum í bítið. Klukkan hálf sex til að taka hálf sjö rútuna frá Kínahverfinu. Það var um það bil 4 tíma rútuferð til Boston þar sem við hittum Elliot og síðan keyrðum við í tvö tíma útí sveit. Það var mikil náttúrufegurð og gaman að klifra þarna. Við sáum mica sem ég hef aldrei séð áður úti í náttúrunni, aðeins í öskju í jarðfræðistofu.

hérna er Ásta á leiðinni að klöppinni.


hérna er ég að klifra.


og hérna klifrar Óli tryggður af Elliot.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?