31.8.07
Sumar í Chicago
Hér í Chicago er veðrið upp á sitt besta. Það gerist nú ekki oft, yfirleitt er of heitt eða of kalt. Núna er sól og svona 20 gráða hiti, sem er akkúrat passlegt til að fara í hjólreiðatúr niður í bæ. En það gerðum við einmitt í gær. Hjóluðum meðfram vatninu að sædýrasafninu þar sem við urðum að stoppa og hlusta á smá funky-soul tónlist sem menn voru að spila þar á árlegum jazz-tónleikum sem haldnir eru þar.
Við hjóluðum í Fox & Obel, verslunin sem Ópera verslar í, og keyptum bæði fisk og aspas. Þessa helgi er allt að gerast í Chicago. Hin árlega jazz hátíð byrjar núna í dag, á hádegi. Þá eru svið útum alla borg þar sem fleiri fleiri hljómsveitir spila jazz og fólk kemur með teppi eða pikk-nikk stóla, vín og osta, bjór og snakk eða eitthvað heilsusamlegra, og nýtur þess að vera úti að chilla. En það er einmitt það sem er framundan hjá okkur þessa helgi, að fara niður í bæ og slaka bara á. Ætli ég fari ekki með spennutryllinn sem ég er að lesa, SKIPIÐ, eftir Stefán Mána, alveg hrikalega spennandi og vel skrifuð bók.
Við hjóluðum í Fox & Obel, verslunin sem Ópera verslar í, og keyptum bæði fisk og aspas. Þessa helgi er allt að gerast í Chicago. Hin árlega jazz hátíð byrjar núna í dag, á hádegi. Þá eru svið útum alla borg þar sem fleiri fleiri hljómsveitir spila jazz og fólk kemur með teppi eða pikk-nikk stóla, vín og osta, bjór og snakk eða eitthvað heilsusamlegra, og nýtur þess að vera úti að chilla. En það er einmitt það sem er framundan hjá okkur þessa helgi, að fara niður í bæ og slaka bara á. Ætli ég fari ekki með spennutryllinn sem ég er að lesa, SKIPIÐ, eftir Stefán Mána, alveg hrikalega spennandi og vel skrifuð bók.