12.8.07
WHOI
Ég kíkti aðeins í heimsókn til vinkonu minnar sem er í rannsóknar-heimsókn við haffræði stofnunina í Woods Hole. Woods Hole á fastan stað í hjarta mínu því hérna var haldin fyrsta ráðstefnan sem ég fór á. Það var 60 manna ráðstefna sem stóð í 5 daga og fjallaði eingöngu um fluxið - færslu lífræns kolefnis frá yfirborði sjávar í sjávardýpið. Þetta er svo yndislegur staður, pínulítið sjávarrannsóknarþorp, lengst upp í sveit. Ég sá skipið mitt, the Corwith Cramer aftur:
Ég fékk skrifborð í næstu skrifstofu við Taryn og gat unnið aðeins. Síðan gat ég talað við vísindamann hérna sem er að spá í svipuðum hlutum og ég bara frá öðru sjónarhorni. Hann hannar og skipuleggur hvar eigi að setja sediment traps. Það eru heljarstór trog sem safna ögnum og dóti sem sekkur í sjónum. Öll vandamálin í sambandi við svona trog er heil stúdía útaf fyrir sig en þrátt fyrir þau þetta er samt besta leiðin til að sjá hvað er að sökkva í sjónum.
Þetta var alveg súper ferð í alla staði. Við fórum út á 30 feta seglbát, fjórar djúpt sokknar umhverfishnetur, töluðum bara um sólar sellur á þokum, frönskufeiti í tönkum, sjávarstrauma og hitastig. Yndislegt líf. Tvisvar syntym við í sjónum, sjáum bíómyndina Gunners Palace og borðuðum svaka mikið salat og kús kús. Núna sit ég í rútunni til baka og bíð eftir því að finna tengingu sem ég get stokkið inn á í tvær sekúndur til að opna eina og eina síðu.
Ég fékk skrifborð í næstu skrifstofu við Taryn og gat unnið aðeins. Síðan gat ég talað við vísindamann hérna sem er að spá í svipuðum hlutum og ég bara frá öðru sjónarhorni. Hann hannar og skipuleggur hvar eigi að setja sediment traps. Það eru heljarstór trog sem safna ögnum og dóti sem sekkur í sjónum. Öll vandamálin í sambandi við svona trog er heil stúdía útaf fyrir sig en þrátt fyrir þau þetta er samt besta leiðin til að sjá hvað er að sökkva í sjónum.
Þetta var alveg súper ferð í alla staði. Við fórum út á 30 feta seglbát, fjórar djúpt sokknar umhverfishnetur, töluðum bara um sólar sellur á þokum, frönskufeiti í tönkum, sjávarstrauma og hitastig. Yndislegt líf. Tvisvar syntym við í sjónum, sjáum bíómyndina Gunners Palace og borðuðum svaka mikið salat og kús kús. Núna sit ég í rútunni til baka og bíð eftir því að finna tengingu sem ég get stokkið inn á í tvær sekúndur til að opna eina og eina síðu.