25.8.07
NYC dvöl að ljúka
Nú er nýlokinni heimsókn mæðra og systra okkar Óla til New York. Var það allra huggulegasta vika sem við áttum saman, margt gert, skoðað og upplifað. Við heimsóttum Central Park, höfuðstöðvar sameinuðu þjóðanna, Ellis Island og Marjorie Elliot, fórum í leikhús og á ljóða-rapp, á fína veitingastaði, á breskt tehús, gengum um fjármálahverfið og the Village, djömmuðum í the Meat Packing district (það er satt!) og síðast en ekki síst kíktum í örfáar tískuverslanir þar sem ungu dömurnar gátu keypt sér skólaföt.
Núna er Gummi í heimsókn og við erum á leiðinni út á Petit Bistro. Hann er franskur veitingastaður í götunni þar sem fæst heimsins besta pain perdu (french toast). Síðan líður að heimferð okkar Óla til Chicago. Ó hvað það verður gott að koma heim til gömlu góðu Chi. Þetta er búið að vera alveg súper sumar. Yndislegt að vera í New York sérstaklega þegar svona margir heimsækja mann. Takk fyrir komuna Lilja, Anna, Sigurdís, Ásta, mamma, Gía, Sunna, Silla og Gummi.
Núna er Gummi í heimsókn og við erum á leiðinni út á Petit Bistro. Hann er franskur veitingastaður í götunni þar sem fæst heimsins besta pain perdu (french toast). Síðan líður að heimferð okkar Óla til Chicago. Ó hvað það verður gott að koma heim til gömlu góðu Chi. Þetta er búið að vera alveg súper sumar. Yndislegt að vera í New York sérstaklega þegar svona margir heimsækja mann. Takk fyrir komuna Lilja, Anna, Sigurdís, Ásta, mamma, Gía, Sunna, Silla og Gummi.
Comments:
<< Home
Takk fyrir mig Tinna, gaman að heilsa upp á þig í New York. Kannski kem ég einhverntímann til Chicago....
Skrifa ummæli
<< Home