21.12.06
Skötuveisla nr. 1
Þegar ég flutti til Danmerkur í annað sinn ákvað ég að byrja að borða kæfu. Kæfa í Danmörku er nefnilega eins og skyr hérna heima og mér fannst eitthvað svo fáránlegt að borða ekki þjóðarréttinn í því landi sem ég var í. Þannig atvikaðist það án þess að ég áttaði mig á því að ég stóð í nettó fyrir framan kælinn, teygði mig í eitt leverpostei stykki og setti það í körfuna. Þegar ég kom heim smurði ég eina rúgbrauðssneið með kæfu, horfði á hana á disknum og bara lét vaða. Og hvað? Eins og allir vita sem kunna að meta rúgbrauð með kæfu var það einstaklega ljúffengt. Síðan þá hef ég byrjað að borða slátur og fyrir kannski 3 árum byrjaði ég að borða skötu. Fyrst hjá tengdaömmu minni heitinni í Hafnafirðinum, síðan hjá ömmu Rúnu og afa í Stóró og núna síðast hjá minni eigin móður. Í gær. Ég verð að viðurkenna að það er mun erfiðara að læra að meta skötu en kæfu. Þetta er svona prósess. Bragðlaukarnir manns átta sig engan veginn á því af hverju maður setur hvern bitann í munninn á eftir öðrum. En það þýðir ekkert að gefast upp, maður getur ekki látið bragðlauka vera allsráðandi, andspyrnan hefur vopnast og er í vígahug. Núna hlakka ég bara til að spreyta mig í fjórða skipti á Þorláksmessu.
20.12.06
Komin til Íslands
Góðan daginn og gleðileg jól. Við Óli erum komin til Íslands og líkar okkur það vel. Við erum búin að fara í sund og í dag ætlum við að heimsækja ömmurnar mínar og afana og síðan er bara chill. Svaka ljúft.
Ráðstefnan var alveg æðisleg. 13.600 jarðeðlisfræðingar skiptust á hugmyndum og skoðunum. Ég fór í fullt af fyrirlestrum, kynnti verkefnið mitt með plaggati og djammaði svolítið í San Francisco. Síðan kom Óli minn og við fórum í ferðalag um Sonoma county sem var alveg súper. Við þræddum vínakrana og smökkuðum örugglega 200 vín með vinum okkar Young Jin og Söru. Meira um það við síðar. Hlakka til að sjá ykkur vinir mínir og fjölskylda!
Ráðstefnan var alveg æðisleg. 13.600 jarðeðlisfræðingar skiptust á hugmyndum og skoðunum. Ég fór í fullt af fyrirlestrum, kynnti verkefnið mitt með plaggati og djammaði svolítið í San Francisco. Síðan kom Óli minn og við fórum í ferðalag um Sonoma county sem var alveg súper. Við þræddum vínakrana og smökkuðum örugglega 200 vín með vinum okkar Young Jin og Söru. Meira um það við síðar. Hlakka til að sjá ykkur vinir mínir og fjölskylda!
8.12.06
Happdrætti
Maðurinn minn sem er tölfræðingur segir mér að það borgar sig ekki að taka þátt í happadráttum. Hann segir að væntigildi þess að vinna sé svo lágt, miklu lægra en kostnaður við að taka þátt, að skynsamlegra væri að setja peninginn í sparnað eða eyða honum í einhvern lúxus því þá fær maður allavegana skemmtun. Þetta meikar alveg sens fyrir mér en er samt ekki ástæðan fyrir að ég spila ekki í lottói. Ég tek ekki þátt í happadráttum því mér finnst svo svekkjandi að vinna ekki að það borgar sig engan vegin fyrir mig að taka þátt. Í fyrsta lagi tapa ég peningum og í öðru lagi er ég svaka svekt. Sem er ömurlegt.
En ég tek stundum þátt í happdrættum sem eru ókeypis. Eins og í Trader. Þar er happdrætti sem maður fær að taka þátt í ef maður kemur með sína eigin innkaupapoka með sér. Síðan er á glitni.is jóladagatal. Það er nú það vonlausasta jóladagatal sem um getur. Í hvert sinn sem maður opnar glugga kemur "enginn vinningur". Hvernig væri nú að hafa allavegana mynd af jólatré eða jesúbarninu og það myndi þýða enginn vinningur. Þá fengi maður allavegana mynd. Ég er að spá í að hætta að opna þetta dagatal. Það er bara ekki þess virði fyrir mig. Jú, það er aðeins erfitt að vera svona sensitív eins og ég er. Mér finnst bara nóg að fá þá afneitun sem ég fæ nú þegar en að biðja sérstaklega um hana með því að spila í svona asnalegum spilum. Óþarft er að taka það fram að ég vinn heldur aldrei þessa innkaupakerru í Trader.
En ég tek stundum þátt í happdrættum sem eru ókeypis. Eins og í Trader. Þar er happdrætti sem maður fær að taka þátt í ef maður kemur með sína eigin innkaupapoka með sér. Síðan er á glitni.is jóladagatal. Það er nú það vonlausasta jóladagatal sem um getur. Í hvert sinn sem maður opnar glugga kemur "enginn vinningur". Hvernig væri nú að hafa allavegana mynd af jólatré eða jesúbarninu og það myndi þýða enginn vinningur. Þá fengi maður allavegana mynd. Ég er að spá í að hætta að opna þetta dagatal. Það er bara ekki þess virði fyrir mig. Jú, það er aðeins erfitt að vera svona sensitív eins og ég er. Mér finnst bara nóg að fá þá afneitun sem ég fæ nú þegar en að biðja sérstaklega um hana með því að spila í svona asnalegum spilum. Óþarft er að taka það fram að ég vinn heldur aldrei þessa innkaupakerru í Trader.
5.12.06
Jei!
Það sem gerðist var að mig vantaði citation fyrir þá staðreynd að lífrænt kolefni (goo) sekkur svaka hægt. Ástæðan fyrir því að það sekkur hægt er að eðlismassi þess er rétt svo meiri en eðlismassi sjós. En, í greinum þá er fólk alltaf að skrifa eitthvað svona:
'lífrænt kolefni sekkur svaka hægt (Vísindastrumpur, 1994)'
Málið með þetta er að fólk er ekkert að vitna í greinar sem eru að mæla hversu hratt lífrænt kolefni sekkur, það er bara að vitna í næstu grein á undan sem kom líka með þessa staðhæfingu. Þannig að fyrir kannski 2 vikum rakti ég mig í gegnum allar þessar vitnanir og komst að því að upphafið á þessum 'sögusögnum' um lífræna kolefnið eru mælingar á 'kúk' úr svifi sem nærist á annars vegar lífrænu kolefni eingöngu og hinsvegar bland af lífrænu og ólífrænu kolefni. Kúkur úr svifinu sem lifir bara á lífrænu kolefni sekkur miklu hægar en kúkur úr alætunum. Ég var nú létt skúffuð við að finna að þetta eru upptökin og ákvað eiginlega bara að gleyma þessu. Er ekki nóg að vita að eðlismassinn er lítill, þess vegna sekkur það hægt??
Jæja, leiðbeinandinn minn var svona líka hrifinn af þessari sögu og ég ætti endilega að vitna í þessa grein sem kom út um það leyti sem ég var að læra að ganga. Nema hvað. Alveg búin að týna þessari grein. Hún er ekki á tölvunni og ekki stafur um hana. Svo ég byrja aftur að leita. Get ekki munað hvar ég byrjaði. Kemst ekkert áfram. Er náttúrulega heavy skúffuð yfir því að vera að gera þetta í annað, þriðja, fjórða fokking skiptið og bara finn ekki angann sem leiðir að ljósinu.
En síðan. Nema hvað. Þá hafði ég dokumenterað fundinn í dagbókina og bara ekki fundið það þegar ég leit yfir hana. Þetta er greinin: (Small, Fowler and Unlu, Marine Biology 1979) Sko! Ég er svo hamingjusöm yfir að hafa 1) skrifað þetta niður um daginn. 2) fundið þetta í dag. Að ég bara varð að blogga um þetta.
'lífrænt kolefni sekkur svaka hægt (Vísindastrumpur, 1994)'
Málið með þetta er að fólk er ekkert að vitna í greinar sem eru að mæla hversu hratt lífrænt kolefni sekkur, það er bara að vitna í næstu grein á undan sem kom líka með þessa staðhæfingu. Þannig að fyrir kannski 2 vikum rakti ég mig í gegnum allar þessar vitnanir og komst að því að upphafið á þessum 'sögusögnum' um lífræna kolefnið eru mælingar á 'kúk' úr svifi sem nærist á annars vegar lífrænu kolefni eingöngu og hinsvegar bland af lífrænu og ólífrænu kolefni. Kúkur úr svifinu sem lifir bara á lífrænu kolefni sekkur miklu hægar en kúkur úr alætunum. Ég var nú létt skúffuð við að finna að þetta eru upptökin og ákvað eiginlega bara að gleyma þessu. Er ekki nóg að vita að eðlismassinn er lítill, þess vegna sekkur það hægt??
Jæja, leiðbeinandinn minn var svona líka hrifinn af þessari sögu og ég ætti endilega að vitna í þessa grein sem kom út um það leyti sem ég var að læra að ganga. Nema hvað. Alveg búin að týna þessari grein. Hún er ekki á tölvunni og ekki stafur um hana. Svo ég byrja aftur að leita. Get ekki munað hvar ég byrjaði. Kemst ekkert áfram. Er náttúrulega heavy skúffuð yfir því að vera að gera þetta í annað, þriðja, fjórða fokking skiptið og bara finn ekki angann sem leiðir að ljósinu.
En síðan. Nema hvað. Þá hafði ég dokumenterað fundinn í dagbókina og bara ekki fundið það þegar ég leit yfir hana. Þetta er greinin: (Small, Fowler and Unlu, Marine Biology 1979) Sko! Ég er svo hamingjusöm yfir að hafa 1) skrifað þetta niður um daginn. 2) fundið þetta í dag. Að ég bara varð að blogga um þetta.
4.12.06
Fastir hlutir í tilveru manns
Að vita af einhverju sem mun ekki breytast er alveg nauðsinlegt í nútíma þjóðfélagi. Til dæmis veit ég að ef ég kem í Stóragerði 9 þá fæ ég það besta kaffi sem ég veit um. Ef ég fer í fjölskylduboð mun ég verða spurð tíu sinnum að því hvenær við hjónin ætlum að útskrifast og flytja heim til Íslands. Hérna í Chicago hafa nokkrir hlutir fest í tilverunni minni. Einn af þeim gerist klukkan sex á hverjum einasta degi. Klukknaspil í Rockefeller kapellunni. Reyndar veit maður aldrei hvernig hljómum maður á von á að heyra, en þeir eru alltaf svo ómótstæðilegir að þó það sé 10 stiga frost langar mann ekki inn heldur bara standa úti og hlusta.
1.12.06
24 dagar til jóla
Eins og komið hefur fyrir er ég að hlusta á bestu útvarpsstöð í heimi á skrifstofunni minni á föstudagskvöldi með goose island honkers ale við hönd. Helgi Björns að þenja raddböndin. Fyrsta jólalagið. Mikill hátíðisdagur. Fullveldisdagurinn. Afmælisdagur Sigurdísar minnar. Fyrsti snjórinn í Chicago. Föstudagur. Dagur til að forritið manns virki.
Já, það er varla frá því að segja en ástæðan fyrir því að forritið compilaðist og keyrði svona snuðrulaust í gær var náttúrulega vegna þess að það kaus að hunsa allar breytingarnar sem ég hafði gert. En nú er ég búin að útskýra fyrir því að það eigi að spá í breytingunum mínum, og hvað? Jah, það er bara ekki svo hamingjusamt.
Ég sakna svo landsins míns þessa dagana. Verð að komast útí íslenska náttúru. Anda að mér hreinu íslensku lofti, drekka ferskt íslenskt vatn, sjá fjöllin og sjóinn. Hvernig getur maður verið svona tengdur grjóti og stráum. Það er óútskýranlegt en kannski ástæðan fyrir því að heimurinn virkar svona vel.
--
Tíminn stöðvast og ég flýg í Flókadalinn í þúfurnar mínar og mosann. Kyrrðin er endalaus og himininn svo fallegur. Þegar Eivör Pálsdóttir syngur þá veit maður hvorki hvar né hvenær maður er.
Já, það er varla frá því að segja en ástæðan fyrir því að forritið compilaðist og keyrði svona snuðrulaust í gær var náttúrulega vegna þess að það kaus að hunsa allar breytingarnar sem ég hafði gert. En nú er ég búin að útskýra fyrir því að það eigi að spá í breytingunum mínum, og hvað? Jah, það er bara ekki svo hamingjusamt.
Ég sakna svo landsins míns þessa dagana. Verð að komast útí íslenska náttúru. Anda að mér hreinu íslensku lofti, drekka ferskt íslenskt vatn, sjá fjöllin og sjóinn. Hvernig getur maður verið svona tengdur grjóti og stráum. Það er óútskýranlegt en kannski ástæðan fyrir því að heimurinn virkar svona vel.
--
Tíminn stöðvast og ég flýg í Flókadalinn í þúfurnar mínar og mosann. Kyrrðin er endalaus og himininn svo fallegur. Þegar Eivör Pálsdóttir syngur þá veit maður hvorki hvar né hvenær maður er.