1.12.06

24 dagar til jóla

Eins og komið hefur fyrir er ég að hlusta á bestu útvarpsstöð í heimi á skrifstofunni minni á föstudagskvöldi með goose island honkers ale við hönd. Helgi Björns að þenja raddböndin. Fyrsta jólalagið. Mikill hátíðisdagur. Fullveldisdagurinn. Afmælisdagur Sigurdísar minnar. Fyrsti snjórinn í Chicago. Föstudagur. Dagur til að forritið manns virki.

Já, það er varla frá því að segja en ástæðan fyrir því að forritið compilaðist og keyrði svona snuðrulaust í gær var náttúrulega vegna þess að það kaus að hunsa allar breytingarnar sem ég hafði gert. En nú er ég búin að útskýra fyrir því að það eigi að spá í breytingunum mínum, og hvað? Jah, það er bara ekki svo hamingjusamt.

Ég sakna svo landsins míns þessa dagana. Verð að komast útí íslenska náttúru. Anda að mér hreinu íslensku lofti, drekka ferskt íslenskt vatn, sjá fjöllin og sjóinn. Hvernig getur maður verið svona tengdur grjóti og stráum. Það er óútskýranlegt en kannski ástæðan fyrir því að heimurinn virkar svona vel.
--
Tíminn stöðvast og ég flýg í Flókadalinn í þúfurnar mínar og mosann. Kyrrðin er endalaus og himininn svo fallegur. Þegar Eivör Pálsdóttir syngur þá veit maður hvorki hvar né hvenær maður er.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?