8.12.06
Happdrætti
Maðurinn minn sem er tölfræðingur segir mér að það borgar sig ekki að taka þátt í happadráttum. Hann segir að væntigildi þess að vinna sé svo lágt, miklu lægra en kostnaður við að taka þátt, að skynsamlegra væri að setja peninginn í sparnað eða eyða honum í einhvern lúxus því þá fær maður allavegana skemmtun. Þetta meikar alveg sens fyrir mér en er samt ekki ástæðan fyrir að ég spila ekki í lottói. Ég tek ekki þátt í happadráttum því mér finnst svo svekkjandi að vinna ekki að það borgar sig engan vegin fyrir mig að taka þátt. Í fyrsta lagi tapa ég peningum og í öðru lagi er ég svaka svekt. Sem er ömurlegt.
En ég tek stundum þátt í happdrættum sem eru ókeypis. Eins og í Trader. Þar er happdrætti sem maður fær að taka þátt í ef maður kemur með sína eigin innkaupapoka með sér. Síðan er á glitni.is jóladagatal. Það er nú það vonlausasta jóladagatal sem um getur. Í hvert sinn sem maður opnar glugga kemur "enginn vinningur". Hvernig væri nú að hafa allavegana mynd af jólatré eða jesúbarninu og það myndi þýða enginn vinningur. Þá fengi maður allavegana mynd. Ég er að spá í að hætta að opna þetta dagatal. Það er bara ekki þess virði fyrir mig. Jú, það er aðeins erfitt að vera svona sensitív eins og ég er. Mér finnst bara nóg að fá þá afneitun sem ég fæ nú þegar en að biðja sérstaklega um hana með því að spila í svona asnalegum spilum. Óþarft er að taka það fram að ég vinn heldur aldrei þessa innkaupakerru í Trader.
En ég tek stundum þátt í happdrættum sem eru ókeypis. Eins og í Trader. Þar er happdrætti sem maður fær að taka þátt í ef maður kemur með sína eigin innkaupapoka með sér. Síðan er á glitni.is jóladagatal. Það er nú það vonlausasta jóladagatal sem um getur. Í hvert sinn sem maður opnar glugga kemur "enginn vinningur". Hvernig væri nú að hafa allavegana mynd af jólatré eða jesúbarninu og það myndi þýða enginn vinningur. Þá fengi maður allavegana mynd. Ég er að spá í að hætta að opna þetta dagatal. Það er bara ekki þess virði fyrir mig. Jú, það er aðeins erfitt að vera svona sensitív eins og ég er. Mér finnst bara nóg að fá þá afneitun sem ég fæ nú þegar en að biðja sérstaklega um hana með því að spila í svona asnalegum spilum. Óþarft er að taka það fram að ég vinn heldur aldrei þessa innkaupakerru í Trader.