5.12.06
Jei!
Það sem gerðist var að mig vantaði citation fyrir þá staðreynd að lífrænt kolefni (goo) sekkur svaka hægt. Ástæðan fyrir því að það sekkur hægt er að eðlismassi þess er rétt svo meiri en eðlismassi sjós. En, í greinum þá er fólk alltaf að skrifa eitthvað svona:
'lífrænt kolefni sekkur svaka hægt (Vísindastrumpur, 1994)'
Málið með þetta er að fólk er ekkert að vitna í greinar sem eru að mæla hversu hratt lífrænt kolefni sekkur, það er bara að vitna í næstu grein á undan sem kom líka með þessa staðhæfingu. Þannig að fyrir kannski 2 vikum rakti ég mig í gegnum allar þessar vitnanir og komst að því að upphafið á þessum 'sögusögnum' um lífræna kolefnið eru mælingar á 'kúk' úr svifi sem nærist á annars vegar lífrænu kolefni eingöngu og hinsvegar bland af lífrænu og ólífrænu kolefni. Kúkur úr svifinu sem lifir bara á lífrænu kolefni sekkur miklu hægar en kúkur úr alætunum. Ég var nú létt skúffuð við að finna að þetta eru upptökin og ákvað eiginlega bara að gleyma þessu. Er ekki nóg að vita að eðlismassinn er lítill, þess vegna sekkur það hægt??
Jæja, leiðbeinandinn minn var svona líka hrifinn af þessari sögu og ég ætti endilega að vitna í þessa grein sem kom út um það leyti sem ég var að læra að ganga. Nema hvað. Alveg búin að týna þessari grein. Hún er ekki á tölvunni og ekki stafur um hana. Svo ég byrja aftur að leita. Get ekki munað hvar ég byrjaði. Kemst ekkert áfram. Er náttúrulega heavy skúffuð yfir því að vera að gera þetta í annað, þriðja, fjórða fokking skiptið og bara finn ekki angann sem leiðir að ljósinu.
En síðan. Nema hvað. Þá hafði ég dokumenterað fundinn í dagbókina og bara ekki fundið það þegar ég leit yfir hana. Þetta er greinin: (Small, Fowler and Unlu, Marine Biology 1979) Sko! Ég er svo hamingjusöm yfir að hafa 1) skrifað þetta niður um daginn. 2) fundið þetta í dag. Að ég bara varð að blogga um þetta.
'lífrænt kolefni sekkur svaka hægt (Vísindastrumpur, 1994)'
Málið með þetta er að fólk er ekkert að vitna í greinar sem eru að mæla hversu hratt lífrænt kolefni sekkur, það er bara að vitna í næstu grein á undan sem kom líka með þessa staðhæfingu. Þannig að fyrir kannski 2 vikum rakti ég mig í gegnum allar þessar vitnanir og komst að því að upphafið á þessum 'sögusögnum' um lífræna kolefnið eru mælingar á 'kúk' úr svifi sem nærist á annars vegar lífrænu kolefni eingöngu og hinsvegar bland af lífrænu og ólífrænu kolefni. Kúkur úr svifinu sem lifir bara á lífrænu kolefni sekkur miklu hægar en kúkur úr alætunum. Ég var nú létt skúffuð við að finna að þetta eru upptökin og ákvað eiginlega bara að gleyma þessu. Er ekki nóg að vita að eðlismassinn er lítill, þess vegna sekkur það hægt??
Jæja, leiðbeinandinn minn var svona líka hrifinn af þessari sögu og ég ætti endilega að vitna í þessa grein sem kom út um það leyti sem ég var að læra að ganga. Nema hvað. Alveg búin að týna þessari grein. Hún er ekki á tölvunni og ekki stafur um hana. Svo ég byrja aftur að leita. Get ekki munað hvar ég byrjaði. Kemst ekkert áfram. Er náttúrulega heavy skúffuð yfir því að vera að gera þetta í annað, þriðja, fjórða fokking skiptið og bara finn ekki angann sem leiðir að ljósinu.
En síðan. Nema hvað. Þá hafði ég dokumenterað fundinn í dagbókina og bara ekki fundið það þegar ég leit yfir hana. Þetta er greinin: (Small, Fowler and Unlu, Marine Biology 1979) Sko! Ég er svo hamingjusöm yfir að hafa 1) skrifað þetta niður um daginn. 2) fundið þetta í dag. Að ég bara varð að blogga um þetta.