20.12.06

Komin til Íslands

Góðan daginn og gleðileg jól. Við Óli erum komin til Íslands og líkar okkur það vel. Við erum búin að fara í sund og í dag ætlum við að heimsækja ömmurnar mínar og afana og síðan er bara chill. Svaka ljúft.

Ráðstefnan var alveg æðisleg. 13.600 jarðeðlisfræðingar skiptust á hugmyndum og skoðunum. Ég fór í fullt af fyrirlestrum, kynnti verkefnið mitt með plaggati og djammaði svolítið í San Francisco. Síðan kom Óli minn og við fórum í ferðalag um Sonoma county sem var alveg súper. Við þræddum vínakrana og smökkuðum örugglega 200 vín með vinum okkar Young Jin og Söru. Meira um það við síðar. Hlakka til að sjá ykkur vinir mínir og fjölskylda!

Comments:
jei! fæ ég þá að sjá framan í ykkur? langar ofsalega til að hittast :)
 
jei! fæ ég þá að sjá framan í ykkur? langar ofsalega til að hittast :)
 
jei! fæ ég þá að sjá framan í ykkur? langar ofsalega til að hittast :)
 
Já! Endilega, ég er að reyna að endurlífga gsm símann sem ég var með í sumar, númerið er það sama, ég man ekki hvað það en um leið og ég get kveikt á honum þá finn ég útúr því. See you!
 
vonandi fær maður að sjá ykkur!!
 
Ég vona það líka :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?