27.3.12

Fyrsta súpan

Sem Edda eldar verður í kvöld.  Ha ha, ég er orðin að svona snar bilaðri konu sem talar ekki um annað en börnin sín.

Það sem gerðist var að ég eldaði súpu með barnið í poka framan á mér.  Hún var frekar kát með það.  Við hlustuðum á Ólöfu Arnalds og hennar upplifun á því að vera ólétt og svona.  Edda elskar þennan disk og ég líka.  Hún er líka hrifin af turmeric en ekki af því að skera lauk.  Það er líka bara fyrir lengra komna.  En síðan steinsofnaði hún í miðri uppskrift.

Annars er ekki mikið af okkur að frétta.  Ég er aðeins að byrja að gera research aftur.  Edda stækkar og braggast.  Hún getur núna meira og minna haldið höfðinu sínu uppi.  Við erum duglegar.. eða svona í meðallagi.. að gera magaæfingar.  Gerum þær saman, það er voða gaman.  Edda fær brain exercise í leiðinni.  Hún fær að horfa á spjald með svörtu og hvítu mynstri og hlusta á Mozart í leiðinni.  Ég fæ líka að hlusta á Mozart en ég efast um að það geri nokkurt gagn fyrir mig.

22.3.12

Litla barn


Það er svo magnað að eiga lítð litla barn. Hún er fyrir það fyrsta alveg fullkomin lítil vera, svo falleg og yndisleg. Maður getur starað á hana tímunum saman. Það hefur komið fyrir að ég horfi á vídjó af henni meðan hún sefur. Maður er gjörsamlega gagntekinn.

Annað fólk er líka gagntekið. Hvert sem ég fer horfa konurnar á okkur og segja eitthvað fallegt við okkur.

Í dag hittum við ljósmóðurina og fórum í fótsnyrtingu og að kaupa sandala. Hún sagðist hafa séð tærnar mínar up close og þær þyrftu svo sannarlega meðferð. Það er gaman að chilla með Manhattan konum, þær segja hluti eins og "my ex-husbands ex-wife ...".

14.3.12

Edda 5 vikna

Til allrar hamingju líður tíminn og barnið eldist. 5 vikna gamalt barn er tvisvar sinnum eldra en tveggja og hálfs vikna gamalt barn og það er líka tvisvar sinnum sniðugra og stálpaðra. Núna getur hún aðeins haldið höfðinu sínu uppi. Hún er duglegri að sjúga brjóstið og spekulera í hvað er að gerast í kringum hana. Hún skælir meira að segja minna.

Mamma og Sunna eru búnar að vera hér í heimsókn. Himnasending að fá mæður til að hjálpa nýbökuðum mæðrum. Það er svo intense að vera með hvítvoðung.

4.3.12

Amma og afi í heimsóknNokkrar myndir af okkur öllum. Takk fyrir komuna Atli og Gía.

1.3.12

Þriggja vikna

Barnið er þriggja vikna í dag. Við heimsóttum barnalækninn í gær og hann gaf okkur bara C+. Edda á víst að þyngjast um únsu á dag en hafði bara þyngst um tvær alla vikuna. Svo núna erum við mæðgur límdar saman á tvem krúsjal punktum til skiptis. En hún fékk gott í litarhafti og sparki. Og ég drekk Guinness samkvæmt læknisráði. Það finnst okkur ekki amalegt. Ég má ekki líta á barnið, þá spítist mjólkin úr mér.

Það er snar bilað að eiga allt í einu barn. Fyrir það fyrsta þarf maður að halda í því lífinu. Það þarf að gefa því að borða á þriggja tíma fresti og vonandi er nóg af rjóma, ekki bara undanrenna. Það þarf að halda á því hita. Síðan verður maður að passa að ekkert komi fyrir barnið. Það má ekki missa það eða rúlla sér ofaná það. Það má ekki detta á gólfið. Þessi listi tekur vart enda. Ekki síður mikilvægt er að hlúa að tilfinningum barnsins og reyna að láta því líða eins og það sé öruggt. Næst þarf að hlúa að vitsmunum þess. Allskonar mikilvægt akkúrat á tíma þegar maður getur varla lengur hugsað. Ég skil ekkert í því að mannkynið sé ekki löngu útdautt.

Akkúrat þegar ég er í vandræðum með að hugsa er svaka mikilvægt fyrir mig að hugsa. Samstarfsfélagi minn er að undirbúa styrkumsókn til NASA (!!) þar sem líkanið mitt er í lykilhlutverki og ég veit ekki hvað það heitir. Ef ég finn ekki upp á neinu þá er hann búinn að skíra það SPM. SPM. Stendur fyrir Stochastic Particle Model. Það er svosem satt en SPM er örugglega mest óspennandi skammstöfun sem ég hef heyrt. Dísús.

Amma og afi Gía og Atli voru hér í yndislegri, ´long weekend´ heimsókn. Þau voru vonum lukkuleg með barnabarnið. Annað náttúrulega varla hægt, barnið er eins og engill. Jafnvel þegar hún orgar. Mamma og Sunna eru núna á leiðinni. Ætli þær séu ekki bara í leigubíl í þessum skrifuðu orðum. Amma, mamma, systir, dóttir, dótturdóttir, systurdóttir og móðursystir. Allskonar konur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?