27.3.12
Fyrsta súpan
Sem Edda eldar verður í kvöld. Ha ha, ég er orðin að svona snar bilaðri konu sem talar ekki um annað en börnin sín.
Það sem gerðist var að ég eldaði súpu með barnið í poka framan á mér. Hún var frekar kát með það. Við hlustuðum á Ólöfu Arnalds og hennar upplifun á því að vera ólétt og svona. Edda elskar þennan disk og ég líka. Hún er líka hrifin af turmeric en ekki af því að skera lauk. Það er líka bara fyrir lengra komna. En síðan steinsofnaði hún í miðri uppskrift.
Annars er ekki mikið af okkur að frétta. Ég er aðeins að byrja að gera research aftur. Edda stækkar og braggast. Hún getur núna meira og minna haldið höfðinu sínu uppi. Við erum duglegar.. eða svona í meðallagi.. að gera magaæfingar. Gerum þær saman, það er voða gaman. Edda fær brain exercise í leiðinni. Hún fær að horfa á spjald með svörtu og hvítu mynstri og hlusta á Mozart í leiðinni. Ég fæ líka að hlusta á Mozart en ég efast um að það geri nokkurt gagn fyrir mig.
Það sem gerðist var að ég eldaði súpu með barnið í poka framan á mér. Hún var frekar kát með það. Við hlustuðum á Ólöfu Arnalds og hennar upplifun á því að vera ólétt og svona. Edda elskar þennan disk og ég líka. Hún er líka hrifin af turmeric en ekki af því að skera lauk. Það er líka bara fyrir lengra komna. En síðan steinsofnaði hún í miðri uppskrift.
Annars er ekki mikið af okkur að frétta. Ég er aðeins að byrja að gera research aftur. Edda stækkar og braggast. Hún getur núna meira og minna haldið höfðinu sínu uppi. Við erum duglegar.. eða svona í meðallagi.. að gera magaæfingar. Gerum þær saman, það er voða gaman. Edda fær brain exercise í leiðinni. Hún fær að horfa á spjald með svörtu og hvítu mynstri og hlusta á Mozart í leiðinni. Ég fæ líka að hlusta á Mozart en ég efast um að það geri nokkurt gagn fyrir mig.
Comments:
<< Home
Elsku Tinna og Óli,
Innilega til hamingju með elsku litlu Eddu. Hún er yndislega falleg og ég get ekki beðið eftir að hitta hana í sumar :-)
Kveðja frá öllum í Fjóluási,
Kolbrún frænka
Skrifa ummæli
Innilega til hamingju með elsku litlu Eddu. Hún er yndislega falleg og ég get ekki beðið eftir að hitta hana í sumar :-)
Kveðja frá öllum í Fjóluási,
Kolbrún frænka
<< Home