1.3.12

Þriggja vikna

Barnið er þriggja vikna í dag. Við heimsóttum barnalækninn í gær og hann gaf okkur bara C+. Edda á víst að þyngjast um únsu á dag en hafði bara þyngst um tvær alla vikuna. Svo núna erum við mæðgur límdar saman á tvem krúsjal punktum til skiptis. En hún fékk gott í litarhafti og sparki. Og ég drekk Guinness samkvæmt læknisráði. Það finnst okkur ekki amalegt. Ég má ekki líta á barnið, þá spítist mjólkin úr mér.

Það er snar bilað að eiga allt í einu barn. Fyrir það fyrsta þarf maður að halda í því lífinu. Það þarf að gefa því að borða á þriggja tíma fresti og vonandi er nóg af rjóma, ekki bara undanrenna. Það þarf að halda á því hita. Síðan verður maður að passa að ekkert komi fyrir barnið. Það má ekki missa það eða rúlla sér ofaná það. Það má ekki detta á gólfið. Þessi listi tekur vart enda. Ekki síður mikilvægt er að hlúa að tilfinningum barnsins og reyna að láta því líða eins og það sé öruggt. Næst þarf að hlúa að vitsmunum þess. Allskonar mikilvægt akkúrat á tíma þegar maður getur varla lengur hugsað. Ég skil ekkert í því að mannkynið sé ekki löngu útdautt.

Akkúrat þegar ég er í vandræðum með að hugsa er svaka mikilvægt fyrir mig að hugsa. Samstarfsfélagi minn er að undirbúa styrkumsókn til NASA (!!) þar sem líkanið mitt er í lykilhlutverki og ég veit ekki hvað það heitir. Ef ég finn ekki upp á neinu þá er hann búinn að skíra það SPM. SPM. Stendur fyrir Stochastic Particle Model. Það er svosem satt en SPM er örugglega mest óspennandi skammstöfun sem ég hef heyrt. Dísús.

Amma og afi Gía og Atli voru hér í yndislegri, ´long weekend´ heimsókn. Þau voru vonum lukkuleg með barnabarnið. Annað náttúrulega varla hægt, barnið er eins og engill. Jafnvel þegar hún orgar. Mamma og Sunna eru núna á leiðinni. Ætli þær séu ekki bara í leigubíl í þessum skrifuðu orðum. Amma, mamma, systir, dóttir, dótturdóttir, systurdóttir og móðursystir. Allskonar konur.

Comments:
Elsku Tinna, um að gera að halda ró sinni, ekki alveg alltaf að marka þessi þyngdarviðmið af því að börnin eru einstök og ekki öll eins :-) Þetta kemur örugglega smám saman. Njótið svo samverunnar allskonar konur:-)

Knús og bestu kveðjur
 
SPM minnir mig á SPEW og er líka anagram á PMS.
Ég hef annars hugmynd að nafni: Stefán. Það er amk minnisstætt og öðruvísi.
 
SPM og SPaM eru líka ekkert langt frá hvort öðru ;) þarf þetta að vera skammstöfun? MfSP (model for stoch.part), SPMo,VASPM (very attractive stoch. model ;) hahaha eins og þú sérð tekst þetta nú ekkert betur þó maður sé ekki að berjast við "brjóstgjafaþokuna". Gangi þér vel með allt :) bið að heilsa öllum þessum konum. /Lilja. ps. NASA! vúhú :)
 
Aristotle:)
Ásta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?