14.3.12

Edda 5 vikna

Til allrar hamingju líður tíminn og barnið eldist. 5 vikna gamalt barn er tvisvar sinnum eldra en tveggja og hálfs vikna gamalt barn og það er líka tvisvar sinnum sniðugra og stálpaðra. Núna getur hún aðeins haldið höfðinu sínu uppi. Hún er duglegri að sjúga brjóstið og spekulera í hvað er að gerast í kringum hana. Hún skælir meira að segja minna.

Mamma og Sunna eru búnar að vera hér í heimsókn. Himnasending að fá mæður til að hjálpa nýbökuðum mæðrum. Það er svo intense að vera með hvítvoðung.

Comments:
Hm, ég bíð eftir grafi (eða reiknilíkani) sem sýnir þetta allt sem þú telur upp:)

5 vikur, 2x sniðugri en 2,5 vikna, 5x stálpaðri en 1 vikna, spekulerar 4x meira en 2 vikna... Kannski Stochastic Growth and Funny Model. Eitthvað svoleiðis.

Annars bara vildi ég bara spyrja, hvenær komiði heim?! :)

Ásta
 
Til hamingju með Eddu litlu :) Við Gústi erum að fara til New York í apríl, aldrei að vita nema við kíkjum á ykkur :)

knús og kossar,
Fribba
 
Ha ha! Vá, en skemmtilegt! Þið verðið að kíkja við hjá okkur. Ykkur er velkomið að gista ef þið viljið spara pening.. við erum með nóg pláss og barnið orgar ekki mjög mikið.

Verð að pæla meira í Eddulíkani. Annars sá ég línurit um hana hjá barnalækninum. Hæð, eða lengd, Eddu, þar sem hún stendur ekki mikið upprétt er 55cm við fæðingu, síðan lækkar hún um tvo, þrjá cm en hækkar þá jafnt og þétt (þó hún sé bara 5 vikna er örugglega búið að mæla hana 5 sinnum). Ég hváði aðeins yfir þessu en þá sagði læknirinn að mistök voru gerð - jafnvel smábörn skreppa ekki svona saman, þó svo þau léttist. Svo það virðist vera að hún hafi ekki verið 55cm við fæðingu heldur 52 eða 53cm.
 
ok, hlakka til að sjá hana, hvort sem hún er 52 eða 55 -eða 70, eða hvað hún nú verður:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?