22.3.12
Litla barn
Það er svo magnað að eiga lítð litla barn. Hún er fyrir það fyrsta alveg fullkomin lítil vera, svo falleg og yndisleg. Maður getur starað á hana tímunum saman. Það hefur komið fyrir að ég horfi á vídjó af henni meðan hún sefur. Maður er gjörsamlega gagntekinn.
Annað fólk er líka gagntekið. Hvert sem ég fer horfa konurnar á okkur og segja eitthvað fallegt við okkur.
Í dag hittum við ljósmóðurina og fórum í fótsnyrtingu og að kaupa sandala. Hún sagðist hafa séð tærnar mínar up close og þær þyrftu svo sannarlega meðferð. Það er gaman að chilla með Manhattan konum, þær segja hluti eins og "my ex-husbands ex-wife ...".
Comments:
<< Home
yndisleg er hún ! og já kannast við þetta að þegar þau sofa þá er maður ýmist að skoða myndir eða video af þeim..svona er að vera mamma !! knús Heiða
hehe "my ex-husbands ex-wife" góður ;-) Mikið svakalega er hún falleg hún Eddan ykkar. Dóri minn er orðin 7 kíló þ.a. hann er búin að rúmlega tvöfalda þyngd sína og orðin þvílíkt mannalegur. Jæja, loksins ætla ég að hundskast með pakkan í póst. Var að ná mér í adressuna af blogginu þínu! Hafið það sem allra best krúttsprengjur. kiss Siggú
Skrifa ummæli
<< Home