30.3.20
Zoom
Í dag fórum við aftur í hjólatúr. Edda fer á rúlluskauta, Sólveig á tvíhjól og Ásta á hlaupahjól. Sólveigu hefur farið mikið fram og hún getur núna hjólað nokkuð vel, ég þarf bara aðeins að ýta henni af stað og hvetja hana til að hjóla hraðar. Við hittum Mrs. Mangelsdorf og spjölluðum við hana úr að minnsta kosti 6 feta fjarlægð. Það var indælt. Síðan þurftum við að hlaupa heim því ég mundi allt í einu að Edda átti að fara í fjarkennslu í söngskólanum. Síðan fóru dömurnar á ströndina.
29.3.20
Ásta Guðrún 4 ára
Þetta var svo indælt og við vorum með ljómandi gott partý en á sama tíma aðeins sorglegt að halda upp á 4 ára afmæli mitt í plágunni. En fólk hefur nú haft það verr í gegnum tíðina og við getum ekki kvartað. Búrið er fullt af nauðsinjum og lúxus. Ásta bað um pizzu í kvöldmat og við gerðum allar pizzur, þeirra voru ljómandi góðar en okkar Óla var lang-best. Hún var með pepperoni, ólívum, pickled peppers, sveppum, rauðlauk, gorgonzola, mozzarella og hvítlauk. Þetta var örugglega besta pizza sem ég hef á ævinni fengið. Við vorum með Frozen 2 movie night með pizzunni og afmælisköku í desert. Þetta var toppurinn á tilverunni. Að minnsta kosti covid-tilverunni.
26.3.20
Dagur í einangrun
Við fengum alert frá borgarstjóranum, Lori Lightfoot, þess efnis að almenningsgarðar væru núna lokaðir. Leikvellir eru líka bannsvæði og ef maður mætir fólki þar sem maður gengur eftir gangstétt er fólk alvarlegt í bragði. Í dag fékk ég sérstakt leyfi kaupmannsins að koma í leikfangabúðina, sem er lokuð eftir tilskipun borgarstjóra, og kaupa afmælispakka fyrir Ástu barnið. Það var skrýtið að hjóla eftir auðum götum í þetta óvenjulega erindi.
Þrátt fyrir þetta getum við ekki kvartað. Það er ekkert smá indælt fyrir okkur fjölskylduna að vera öll saman bara í róleguheitunum, allir að vinna í sínu, dag eftir dag. Við erum með svaka gott skipulag þar sem það er vinna fyrir hádegi fyrir börn og karlfólk. Hádegismatur og frímínútur eftir hann. Síðan er vinnutími fullorðinna og þá leika börnin sér eða horfa á bíó. Kvöldmatur kl. hálf sex og upp í rúm um sjö eða átta ef maður er orðinn átta. Ég næ kannski ekki að vinna alla mína tíma en ég er ekkert að stressa mig á því.
Í gær voru skreytt páskaegg og í dag sat fólk við bréfaskriftir og buðu dúkkunum í kökuboð.
Og hér er fólk í óða önn að baka apa brauð.
Þrátt fyrir þetta getum við ekki kvartað. Það er ekkert smá indælt fyrir okkur fjölskylduna að vera öll saman bara í róleguheitunum, allir að vinna í sínu, dag eftir dag. Við erum með svaka gott skipulag þar sem það er vinna fyrir hádegi fyrir börn og karlfólk. Hádegismatur og frímínútur eftir hann. Síðan er vinnutími fullorðinna og þá leika börnin sér eða horfa á bíó. Kvöldmatur kl. hálf sex og upp í rúm um sjö eða átta ef maður er orðinn átta. Ég næ kannski ekki að vinna alla mína tíma en ég er ekkert að stressa mig á því.
Í gær voru skreytt páskaegg og í dag sat fólk við bréfaskriftir og buðu dúkkunum í kökuboð.
Og hér er fólk í óða önn að baka apa brauð.
23.3.20
Vika 2 i einangrun
Helgin hjá okkur var nokkuð góð. Það var ágætt að þrufa ekki að fara í prógram strax klukkan níu heldur sváfum við bara út, börnin horfðu á teiknimyndir, við gerðum french toast og allir bara eitthvað að dunda í náttfötunum. Við fórum í svolítið súrrealiska gönguferð um hverfið. Sáum enga bíla en fullt af fólki að viðra sig með 6 feta millibili. Við ætluðum að setja bókasafnsbækur í lúguna en það var búið að líma fyrir hana.
Hápunktur helgarinnar var 4 tíma session í Mice and Mystics. Það er svona söguspil sem Óli leiðir okkur í gegnum. Við breyttumst í mýs til þess að sleppa úr kastalanum þar sem vond drottning ræður nú ríkjum og við lendum í allskonar vandræðum sem við notum snilligáfu og bardagalist til þess að komast úr.
Við Óli byrjuðum að horfa á Valhalla murders. Þetta er ekki réttur tími fyrir svona þátt. Það er ekki eins og það vanti eitthvað suspence í lífið þessa dagana. Horfðum líka á tvo þætti af good omens sem eru svaka silly. En við horfðum á Lady Bird sem er indæl og við kunnum bæði að meta.
Þó það fari einstaklega vel um okkur hérna er ég strax farin að láta mig dreyma um að fara upp í sveit, tjalda og vera í náttúrunni. Ég fór ekkert út í dag. Átti ekki erindi í matvöruverslun né apótek. En við stelpurnar elduðum quiche sem var geggjað og meira að segja Ásta hámaði það í sig, litla ljósið.
Gail vinkona mín bauð barbídúkkunum upp á veislu. Galdraði fram Lo Mein og happy hour með pina coladas.
Hápunktur helgarinnar var 4 tíma session í Mice and Mystics. Það er svona söguspil sem Óli leiðir okkur í gegnum. Við breyttumst í mýs til þess að sleppa úr kastalanum þar sem vond drottning ræður nú ríkjum og við lendum í allskonar vandræðum sem við notum snilligáfu og bardagalist til þess að komast úr.
Við Óli byrjuðum að horfa á Valhalla murders. Þetta er ekki réttur tími fyrir svona þátt. Það er ekki eins og það vanti eitthvað suspence í lífið þessa dagana. Horfðum líka á tvo þætti af good omens sem eru svaka silly. En við horfðum á Lady Bird sem er indæl og við kunnum bæði að meta.
Þó það fari einstaklega vel um okkur hérna er ég strax farin að láta mig dreyma um að fara upp í sveit, tjalda og vera í náttúrunni. Ég fór ekkert út í dag. Átti ekki erindi í matvöruverslun né apótek. En við stelpurnar elduðum quiche sem var geggjað og meira að segja Ásta hámaði það í sig, litla ljósið.
Gail vinkona mín bauð barbídúkkunum upp á veislu. Galdraði fram Lo Mein og happy hour með pina coladas.
20.3.20
Rússibani
Við hjónin fórum í svaka rússibana í dag þegar sú spurning kom upp hvort við ættum að flýja heim í öryggið og yfirvegunina. Aðal áhyggjuefni okkar er hvað gerum við ef við bæði leggjumst inn á sjúkrahús, hvað gerum við þá við börnin okkar. Manni finnst varla að maður geti beðið fólk að taka við smituðum börnum, sérstaklega ekki vinum á ónæmisbælandi lyfjum eða með astma. Við erum heppin að eiga góða að og eftir að talað við alla sem mér datt í hug var niðurstaðan að við myndum vera hér.
Dagurinn í dag fór meira og minna í þetta. Við vorum líka duglegar að taka til og svoleiðis, stelpurnar léku sér heilmikið og við spiluðum. Hitastigið var við frostmark og við lögðum ekkert í það að fara út. Horfðum á Mary Poppins 2 og borðuðum svaka fína kjötsúpu í kvöldmat. Við Óli duttum í lukkupottinn og opnuðum Chateauneuf du pape flösku sem okkur hafði áskotnast.
Gail sendi okkur kökur og krem og stelpurnar skreyttu kökurnar sínar.
Dagurinn í dag fór meira og minna í þetta. Við vorum líka duglegar að taka til og svoleiðis, stelpurnar léku sér heilmikið og við spiluðum. Hitastigið var við frostmark og við lögðum ekkert í það að fara út. Horfðum á Mary Poppins 2 og borðuðum svaka fína kjötsúpu í kvöldmat. Við Óli duttum í lukkupottinn og opnuðum Chateauneuf du pape flösku sem okkur hafði áskotnast.
Gail sendi okkur kökur og krem og stelpurnar skreyttu kökurnar sínar.
19.3.20
Dagur 3 i heimaskóla
Ég er þakklátari en orð fá lýst yfir kennurunum okkar hérna. Þau útbjuggu svo góðan undirbúningspakka fyrir krakkana. Edda er með stundaskrá og fyrir hvern tíma á hverjum degi er hún með fyrirmæli um hvað á að gera. Hún er með lestrarefni með spurningum annan hvern dag. Sumt er eins á hverjum degi eins og skrift. Í stærðfræði er hún að vinna verkefni sem hún kemst aðeins áfram í daglega. Hún á að taka myndir af fylkjum og skrifa sögu um þau.
Þessi dagur var ljómandi góður. Við vorum öll heima og nutum þess í botn. Það var hlýtt en rigndi og stelpurnar fóru allar út í pollafötum í fimleika æfingu þar sem fimleikarnir eru líka búnir að loka. Sólveig gerði íslensku verkefni og Ásta málaði nokkrar myndir. Eina af blómi, tvær af snjallsíma og eina af flippi-síma. Ég næ ekki að vinna neitt í vinnunni sem ég fæ borgað fyrir þegar ég er að vinna sem heimaskólakennari svo það er svona það sem ég þarf að spá í. Sérstaklega í ljósi þess að borgarstjórinn gaf út yfirlýsingu í dag um að skólinn myndi byrja þriðjudaginn 21. apríl. Hú ha.
Fjölskyldan að spila Lion King spilið.
Gail bakaði Totoro köku fyrir Sólveigu.
Stelpurnar fengu að fljúga vélinni og ýta á alla takka sem endaði með því að viðvörunarkerfið fór í gang og tölvan sagði Can not take off - can not take off.
T.d. 24 smákökur á plötu - í dag bökuðum við smákökur. Við settum 4 raðir með 6 kökum í hverri röð. Um leið og þær komu úr ofninum borðuðum við helminginn, þá áttum við 12 kökur eftir.Ég er svo imponeruð yfir þessu öllu, ég trúi því varla að grunnskóli getur verið svona frábær.
Þessi dagur var ljómandi góður. Við vorum öll heima og nutum þess í botn. Það var hlýtt en rigndi og stelpurnar fóru allar út í pollafötum í fimleika æfingu þar sem fimleikarnir eru líka búnir að loka. Sólveig gerði íslensku verkefni og Ásta málaði nokkrar myndir. Eina af blómi, tvær af snjallsíma og eina af flippi-síma. Ég næ ekki að vinna neitt í vinnunni sem ég fæ borgað fyrir þegar ég er að vinna sem heimaskólakennari svo það er svona það sem ég þarf að spá í. Sérstaklega í ljósi þess að borgarstjórinn gaf út yfirlýsingu í dag um að skólinn myndi byrja þriðjudaginn 21. apríl. Hú ha.
Fjölskyldan að spila Lion King spilið.
Gail bakaði Totoro köku fyrir Sólveigu.
Stelpurnar fengu að fljúga vélinni og ýta á alla takka sem endaði með því að viðvörunarkerfið fór í gang og tölvan sagði Can not take off - can not take off.
18.3.20
Ástand
Góðan daginn, þetta er nú meira ástandið. Það er vírus og allt í hers höndum. Við höfum það nokkuð gott þrátt fyrir allt. Við reynum að taka Bretann: keep calm and carry on á þetta. Varla annað í boði. Í dag var annar í heimaskóla og ætli það hafi ekki gengið betur í gær, þegar allir voru spenntir fyrir þessari nýjung. Planið hjá okkur er akademía milli 9 og 11. Þá er lestur, skrif og reikningur. Kl. 11 er hádegismatur og síðan frímínútur í kjölfar hans. Í gær fórum við út á róló í 2 tíma því það var sól og blíða. Í dag var rigning og við héldum upp á annar í afmæli Sólveigar með köku og gjöfum.
Afmælið hennar var á miðvikudaginn en þá vorum við í Idaho að skíða og héldum daginn hátíðlegan með rjómatertu í morgunmat, skíðum um morguninn, skautum um eftirmiðdaginn og sushi veislu um kvöldið. Afmælisbarnið var í skýjunum.